Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Samúelsson
Andri Sigurðsson
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2006
svg
193,6 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
Opið hús: 10. september 2025 kl. 17:15 til 17:45

OPIÐ HÚS AÐ KLUKKUHOLTI 21, 225 GARÐABÆ, MIÐVIKUDAGINN 10. SEPTEMBER FRÁ KL. 17:15-17:45. ALLIR VELKOMNIR!

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali (s: 690 3111 / andri@landmark.is) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu:

Um er að ræða virkilega fallegt og vel skipulagt endaraðhús á tveimur hæðum með mjög stórum timburpalli, heitum potti og bílskúr á eftirsóttum og rólegum stað við Klukkuholt 21, Álftanesi / Garðabæ. Birt stærð samkvæmt HMS: Íbúðarrýmið er 162,8 fm og skiptist þannig að neðri hæðin er 82,7 fm og efri hæðin 80,1 fm ásamt 30,8 fm bílskúr eða samtals: 193,6 fm.

Stórt hellulagt bílastæði með snjóbræðslu og stór timburverönd með heitum potti ásamt geymsluskúr á lóð. Húsið er afar fallegt með gólfsíðum gluggum á neðri hæðinni - tvennar svalir - mjög stutt í skóla, leikskóla, sund og íþróttaaðstöðu. Þakið var málað árið 2021 og árið 2023 voru gólfefni, baðherbergi og innihurðar efri hæðar endurnýjað

Nánari lýsing neðri hæðar: Komið er inn á forstofugang með fataskáp. Innaf forstofunni er gestasnyrting með upphengdu salerni og neðri skáp. Af forstofugangi er unnt að ganga inn í bílskúrinn sem er með sjálfvirkum hurðaopnara, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Búið að stúka af geymslu innst í bílskúrnum. Eldhús með hvítri háglans innréttingu með miklu skápaplássi, blástursofn, helluborð og háfur. Frá eldhúsi er gengið út á hellulagða verönd og þaðan út á timburpallinn. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa / garðskáli með útgangi út á timburpallinn. Möguleiki að bæta við fimmta svefnherberginu á neðri hæðinni.      

Nánari lýsing efri hæðar: Parketlagður stigi upp á efri hæðina. Komið er inn á gang / hol. Fjögur svefnherbergi á efri hæðinni og er eitt herbergið stúkað af með glerhurð og frá þessu rými er útgengt út á svalir. Fataskápur í þremur herbergjanna. Frá hjónaherbergi er unnt að ganga út á svalir sem snúa til suðurs. Flísalagt baðherbergi með Walk-in sturtu og upphengdu salerni.  

Stutt í fallegar gönguleiðir, útivist og mikil návist við ósnortna náttúru. Einstaklega barnvænt og rólegt umhverfi í göngufæri við leik og grunnskóla, íþróttir og sundlaug svo fátt eitt sé nefnt.   

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram

Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
 

Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.

Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat

img
Andri Sigurðsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Andri Sigurðsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
21. jún. 2013
39.850.000 kr.
38.500.000 kr.
193.6 m²
198.864 kr.
22. mar. 2007
6.590.000 kr.
29.900.000 kr.
193.6 m²
154.442 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Andri Sigurðsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur