OPIÐ HÚS AÐ KLUKKUHOLTI 21, 225 GARÐABÆ, MIÐVIKUDAGINN 10. SEPTEMBER FRÁ KL. 17:15-17:45. ALLIR VELKOMNIR!
Lýsing
Um er að ræða virkilega fallegt og vel skipulagt endaraðhús á tveimur hæðum með mjög stórum timburpalli, heitum potti og bílskúr á eftirsóttum og rólegum stað við Klukkuholt 21, Álftanesi / Garðabæ. Birt stærð samkvæmt HMS: Íbúðarrýmið er 162,8 fm og skiptist þannig að neðri hæðin er 82,7 fm og efri hæðin 80,1 fm ásamt 30,8 fm bílskúr eða samtals: 193,6 fm.
Stórt hellulagt bílastæði með snjóbræðslu og stór timburverönd með heitum potti ásamt geymsluskúr á lóð. Húsið er afar fallegt með gólfsíðum gluggum á neðri hæðinni - tvennar svalir - mjög stutt í skóla, leikskóla, sund og íþróttaaðstöðu. Þakið var málað árið 2021 og árið 2023 voru gólfefni, baðherbergi og innihurðar efri hæðar endurnýjað.
Nánari lýsing neðri hæðar: Komið er inn á forstofugang með fataskáp. Innaf forstofunni er gestasnyrting með upphengdu salerni og neðri skáp. Af forstofugangi er unnt að ganga inn í bílskúrinn sem er með sjálfvirkum hurðaopnara, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Búið að stúka af geymslu innst í bílskúrnum. Eldhús með hvítri háglans innréttingu með miklu skápaplássi, blástursofn, helluborð og háfur. Frá eldhúsi er gengið út á hellulagða verönd og þaðan út á timburpallinn. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa / garðskáli með útgangi út á timburpallinn. Möguleiki að bæta við fimmta svefnherberginu á neðri hæðinni.
Nánari lýsing efri hæðar: Parketlagður stigi upp á efri hæðina. Komið er inn á gang / hol. Fjögur svefnherbergi á efri hæðinni og er eitt herbergið stúkað af með glerhurð og frá þessu rými er útgengt út á svalir. Fataskápur í þremur herbergjanna. Frá hjónaherbergi er unnt að ganga út á svalir sem snúa til suðurs. Flísalagt baðherbergi með Walk-in sturtu og upphengdu salerni.
Stutt í fallegar gönguleiðir, útivist og mikil návist við ósnortna náttúru. Einstaklega barnvænt og rólegt umhverfi í göngufæri við leik og grunnskóla, íþróttir og sundlaug svo fátt eitt sé nefnt.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat