Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1948
63 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Laus strax
Opið hús: 9. september 2025
kl. 17:00
til 17:30
Verið velkomin á opið hús þriðjudaginn 9. september á milli 17:00 og 17:30. Fasteignasali tekur vel á móti áhugasömum.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Björt og rúmgóð 3ja herbergja risíbúð í góðu fjórbýlishúsi á frábærum stað í Hlíðunum. Íbúðin er skráð 63,0 fm en hluti hennar er undir súð og er gólfflötur því stærri en skráður er. Eignin skiptist í stofu, eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi og geymslu innan íbúðar. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara sem og geymsla/hjólaskúr úti í garði. Búið er að endurnýja nokkra glugga í íbúðinni og er inngangur sameiginlegur með einni íbúð.Aðkoman að húsinu er falleg, en húsið var endursteinað 2011, tröppur múraðar 2024 og nýtt grindverk byggt umhverfis garðinn.
**Smelltu hér til að sækja söluyfirlit**
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn um sameiginlegan inngang með íbúð á 2. hæð og inn í bjart alrými íbúðarinnar.
Stofa: Rúmgóð og björt með glæsilegu útsýni. Parket á gólfi.
Eldhús: Upprunaleg hvít innrétting, bakaraofn og opnanlegur gluggi.
Baðherbergi: Með baðkari, handklæðaofni og opnanlegum glugga. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Svefnherbergi I: Með dúk á gólfi og geymslu/skáp undir súð.
Svefnherbergi II: Með dúk á gólfi.
Geymsla: Innan íbúðar sem og afnot af geymslu/hjólaskúr úti í garði.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Gott tækifæri til að eigjast risíbúð á góðum og eftirsóttum stað í Hlíðunum þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir, skóla, leikskóla, Klambratún o.fl.
Nánari upplýsingar veitir Oddný María Kristinsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 777-3711 eða á oddny@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. nóv. 2012
16.900.000 kr.
20.000.000 kr.
63 m²
317.460 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025