Opið hús: Dalaland 1, 108 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 9. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Fallega og bjarta 2ja herbergja íbúð við Dalaland í Reykjavík.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í einu rými, svefnherbergi, baðherbergi en henni fylgir einnig geymsla og hlutdeild í sameign.
Birt stærð samkv. HMS 43,9 m² en geymsla virðist ekki vera inn í þeirri tölu.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT eða nánari upplýsingar og skoðunartíma veitir Ingibjörg Agnes í síma 897-6717 eða inga@landmark.is
✅ Frábært fyrsta eign.
✅ Björt íbúð með sólríkum sérafnotareiti.
✅ Stutt í útivistarmöguleika.
✅ Nálægð við Fossvogsdalinn.
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: Er með með lausum fataskáp.
Eldhús: Er með viðar innréttingu á einum vegg.
Stofa/borðstofa: Er með nýju harðparketi á gólfi. Er opið rými með eldhúsi. Útgengt út á sólríkan sératnotareit.
Svefherbergi: Er með harðparketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi: Er með nýlegum sturtuklefa og innréttingu. Tengi fyrir þvottavél.
Þurkherbergi: Er í sameign á sömu hæð ásamt sameiginlegri hjólageymslu.
Geymsla: Sér geymsla er á jarðhæð, virðist ekki inn í fm. tölu.
Viðhald á húsi undanfarin ár samkvæmt seljendum:
2016 - Dren og frárennslislagnir endurnýjaðar norðan við húsið og gangstétt fyrir framan hús endurnýjuð og settar hitalagnir.
2022 - Gaflar hússins múrviðgerðir og málaðir, skipt um þakjárn og þakrennur, allt tréverkt málað.
2023 - Smáviðgerðir málun á húsi.
2024 - Skipt um niðurfallsrennur á suðurhlið. Sprunguviðgerðir á göflum hússins.
2025 - Rafmagnstafla í stigagangi endurnýjuð.
Viðhald á íbúð samkvæmt seljendum:
2023 Skipt um rafmagnsefni á dósum í íbúð.
2023 Nýr bakaraofn
2025 Nýr sturtuklefi og blöndunartæki
2025 Nýtt harðparket á íbúð.
Virkilega fín eign sem vert er að skoða á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík þar sem öll helsta þjónusta, almenningssamgöngur og skólar eru stutt frá.
Húsgjöld eignar eru samtals kr.9389.- á mánuði
Nánari upplýsingar og skoðunartíma veitir Ingibjörg Agnes í síma 897-6717 eða inga@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat