Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1955
109,3 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Rúmgóð og björt, þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð auk bílskúrs í fallegu fjölbýlishúsi í Hlíðunum. íbúðin er skráð 79,8 m2 (þar af 4,9 m2 í geymslu) og bílskúrinn 29,5 m2 eða samtals 109,3 m2. Íbúðin er vel skipulögð með góðu útsýni og svölum til vesturs. Húsið hefur fengið mjög gott viðhald undanfarin ár en m.a. hafa allir gluggar verið endurnýjaðir. Íbúðin er einstaklega vel staðsett í rólegu og barnvænu umhverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, m.a. leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.Nánari upplýsingar: Lilja s. 649-3868 / lilja@eignamidlun.is
**Sækja söluyfirlit**
Nánari lýsing:
Forstofa: Opin forstofa/hol með harðparketi á gólfi.
Eldhús: Mjög rúmgott með viðarinnréttingu og flísum á gólf. Eldhús er að hluta til opið við stofu.
Stofa/borðstofa: Mjög rúmgóð með harðparketi á gólfi, stórum gluggum og útgengi á vestursvalir.
Herbergi 1: Mjög rúmgott með góðu skápaplássi. Harðparket á gólfi.
Herbergi 2: Ágætt herbergi með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Salerni, handlaug og baðkar með sturtuaðstöðu. Flísar á gólfi.
Þvottahús: Mjög rúmgott, sameiginlegt þvottahús er staðsett í kjallara hússins með sameiginlegum þvottavélum og þurrkara sem er í eigu húsfélagsins.
Geymslur: 3,7 m2 geymsla tillheyrir íbúðinni og er staðsett í kjallara. Einnig fylgir íbúðinni 1,2 m2 geymsluskápur.
Bílskúr: Ágætur 29,5 m2 fylgir íbúðinni en bílskúrslengjan er frístandandi á baklóð hússins. Heitt/kalt vatn og rafmagn. Stæði fyrir framan bílskúr.
Sameign: Mjög snyrtileg sameign. Sameiginleg hjólageymsla, sorpgeymsla og þvottahús í kjallara.
Lóð: Gróin og falleg með snjóbræðslukerfi í gangstétt. Næg bílastæði eru á lóð.
Framkvæmdir:
Þak hefur verið yfirfarið og málað og lofttúður endurnýjaðar. Húsið hefur verið sprunguviðgert og málað. Skipt hefur verið um allt gler og glugga. Dren- og frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar sem og aðalrafmagnstafla og greinatöflur í íbúðum.
Nánari upplýsingar veitir:
Lilja Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali, sími: 649-3868 / lilja@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
22. sep. 2020
45.650.000 kr.
49.400.000 kr.
109.3 m²
451.967 kr.
8. okt. 2019
43.100.000 kr.
45.200.000 kr.
109.3 m²
413.541 kr.
7. feb. 2012
21.250.000 kr.
20.500.000 kr.
109.3 m²
187.557 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025