Lýsing
Miklaborg kynnir: Funafold 77, 112 Reykjavík. Mjög gott einbýlishús á einni hæð ofan við götu ásamt innbyggðum bílskúr með geymslu innaf. Gengið upp steyptar tröppur. Hiti í bílaplani og í stéttum upp að húsinu sem og meðfram húsi að austan verðu. Garður í góðri rækt ásamt verönd í suður og vestur. Svalir út frá stofu. Mikið útsýni. Upplýstur göngustígur fyrir aftan hús. Sömu eigendur frá upphafi. Parket og flísar á gólfum. 3ja fasa rafmagn til staðar.
Opið hús sunnudaginn 14. september kl. 17:00-18:00, allir áhugasamir velkomnir.
Nánari lýsing: Þegar inn er komið tekur við forstofa með fataskápum ásamt gestasalerni. Rúmgott hol/sjónvarpshol með arinn. Útgengt út á verönd. Stofa og borðstofa saman í opnu rými. Þaðan er útgengt út á svalir í suður. Stórt eldhús með hvítri innréttingu og góðum gluggum. Flísar á milli efri og neðri skápa. Þvottahús og geymsla innaf eldhúsi. Þaðan er útgengt út í garð meðfram húsinu sem og að snúrum fyrir aftan hús. Fjögur rúmgóð svefnherbergi, öll með fataskápum. Úr hjónaherbergi er hurð út á verönd í vestur. Baðherbergið er bæði með baðkari og sturtuklefa ásamt innréttingu og gluggum. Bílskúrinn er með vatni, hita og rafmagni. Góð geymsla innaf. Í heildina vel byggt einbýlishús sem fengið hefur gott viðhald og umgengni í gegnum tíðina.
Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lgf., gustaf@miklaborg.is / 895-7205.