Lýsing
Fasteignamat ársins 2026 er kr. 95.750.000.-
Íbúðin er eina íbúðin á hæðinni í þessum hluta byggingarinnar, þ.e. norður- álmu en tvær íbúðir eru í suðurálmu og er göngubrú þangað yfir.
Lýsing eignar:
Forstofa: rúmgóð, flísalögð og bæði með fatahengi og fataskápum.
Hol: parketlagt með föstum hillum í vegg og innfelldri lýsingu í kappa í lofti.
Þvottaherbergi, flísalagt og rúmgott með góðum innréttingum og skápum, vinnuborði og vaski.
Svefngangur: flísalagður.
Barnaherbergi: rúmgott, parketlagt og með fataskápum.
Baðherbergi: rúmgottt og með glugga, flísalagt gólf og veggir. innrétting, vegghengt wc og baðkar með sturtugleri.
Hjónaherbergi: rúmgott, parketlagt og með fataskápum.
Eldhús: opið við stofu, parketlagt og með miklum og vönduðum hvítum innréttingum og eyju með graníti á borðum. Nýtt helluborð var sett í eyjuna í desember 2024. Áföst borðaðstaða á eyju og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu. Úr eldhúsi er útgengi á 10,0 fermetra yfirbyggðar og opnanlegar svalir til suðausturs. Svalagólf er einangrað og með gólfhita og loft er einnig einangrað og klætt með innfelldri lýsingu. Svalalokun.
Stofur: samliggjandi, rúmgóðar, bjartar og parketlagðar með innfelldri lýsingu í loftum og föstum innréttingum og hillum.
Á efstu hæð hússins er: sameiginlegt líkamsræktarherbergi með glerveggjum á þrjá vegu og gríðarlega fallegu útsýni. Innrétting með vaski er í herbergi. Úr herbergi er útgengi í um 60,0 fermetra þakgarð til norðurs, austurs og vesturs.
Í kjallara er 8,1 fermetra sér geymsla auk sameiginlegrar hjóla- og vagnageymslu.
Tvöfaldur ísskápur fylgir með
Hleðslustöð fyrir íbúa
Húsið að utan: er í góðu ástandi, klætt að hluta með báruáli og flísum og því viðhaldslítið.
Lóðin er fullfrágengin með góðri aðkomu og malbikuðum bílastæðum auk hellulagðra stétta með hitalögnum undir.
Staðsetning: er mjög góð á rólegum stað miðsvæðis og í góðu göngufæri við miðborgina.
Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali í síma 8673040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is eða Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.