Upplýsingar
Byggt 2001
186,8 m²
4 herb.
2 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Opið hús: 29. september 2025
kl. 16:15
til 17:00
Opið hús: Miðteigur 5, eignin verður sýnd mánudaginn 29. sept milli kl. 16:15 og kl. 17:00.
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Miðteigur 5
Glæsilegt og vel skipulagt fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr. Glæsilegt útsýni er úr eigninni og lóð öll hin snyrtilegasta. Eignin er samtals 186,8 fm. þar af er bílskúr 34,6 fm.
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, sjónvarpsherbergi, tvö svefnherbergi, eina hjónasvítu með opnu baðherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr sem hefur að hluta til verið gerður að herbergi.
Forstofa er með flísar á gólfi og fataskáp.
Stofa og borðstofa er afar björt og rúmgóð með mjög stórum glervegg sem snýr til austurs. Virkilega fallegt rými með mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu. Úr stofu er útgengt út á verönd til suðurs.
Eldhús er afar vandað og skemmtilega hannað með bogadregnum skúffum við enda þess. Innréttingin er með miklu skápaplássi, innbyggðum ísskáp, stæði fyrir uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð. Gluggi í eldhúsi snýr til suðvesturs.
Sjónvarpsherbergi er inn af eldhúsi, þaðan er útgengt út á verönd til vesturs.
Svefnherbergi er við hlið stofu, það er afar rúmgott með góðum fataskápum, bókahillum og skrifborði við glugga sem snýr til austurs.
Gangur er með flísar á gólfi og skápum innfelldum í vegg.
Baðherbergi er með flísar á gólfi og stærstum hluta veggja. Góð innrétting í kringum vask, sturtu og upphengdu salerni.
Hjónasvítan er glæsileg en þar eru flísar á gólfi, góðir fataskápar og fullbúið baðherbergi með innréttingu í kringum vask, góðum skápum, upphengdu salerni og sturtu.
Þvottahús er milli íbúðar og bílskúrs. Þar er mjög gott skápapláss og innrétting með vask og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Í bílskúr er búið að útbúa þriðja herbergið þar sem átti að vera geymsla og einnig tekinn stærri hluti af bílskúr undir herbergið. Annar inngangur er inn í bílskúrinn um inngönguhurð. Eftir stendur einnig gott geymslupláss fremst í bílskúr með rafmagnsdrifinni innkeyrsluhurð.
Annað:
-Gólfhiti í allri eigninni auk ofna undir glervegg í stofu
-Hiti í bílaplani og stétt að inngang
-Tvö bílastæði
-Góður einangraður geymsluskúr á lóð með rafmagni
-Flott staðsetning, stutt frá framhaldsskólum og Sundlaug Akureyrar svo dæmi sé tekið
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955