Opið hús: Daggarvellir 5, 221 Hafnarfjörður. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 30. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Skipulag eignar: Anddyri, hol, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Anddyri: Komið er inn um sérinngang af rúmgóðum útitröppum sem eru aðeins fyrir þessa íbúð. Forstofan er með gott pláss og þaðan er gengið inn í rúmgott hol.
Hol: Rúmgott hol með fallegum fataskáp sem er með fallegum spegla rennihurðum. Holið tengir allar vistaverur íbúðarinnar saman.
Eldhús: Eldhúsið er í opnu og björtu rými sem tengist vel við stofuna. Svört eldhúsinnrétting með innbyggðri uppþvottavél, vínrekka, frístandandi eldhúseyju og fallegum háf.
Stofa/borðstofa: Stofan er mjög stór og björt með útgengt á stórar suðvestursvalir.
Hjónaherbergi: Stórt hjónaherbergi með góðum fataskápum.
Barnaherbergi: Tvö stór barnaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með hvítri innréttingu, baðkari, sturtuklefa og handklæðaofni. Gluggi er á baðherberginu.
Geymsla: Inn af þvottahúsi er geymsla.
Þvottahús: Þvottahús er innan íbúðar. Hvít innrétting þar sem þvottavél og þurrkari eru í vinnuhæð.
Annað: Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð. Að auki er sameiginlegt útisvæði með leiktækjum fyrir framan hús. Austan við húsið er opið svæði og langt í næstu eignir.
Falleg eign á góðum stað á Völlunum í Hafnarfirði. Sundlaug, matvörubúð, leikskóli og grunnskóli í göngufæri.
Upplýsingar frá seljanda:
2025: Húsið sílanbaðað.
Led lampar settir í ljósastaura á sameign
2024: Ytra tréverk og þak málað
2023: Nýr rafmagnskassi og hleðslustöðvar settar upp
2022: Skipt um fronta á skáp í holi á móti inngangi (nýjar speglarennihurðar settar upp)
2021: Viðgerðir á múr í syðri enda hússins
Nýtt gólfefni sett á alla íbúðina nema votrými og anddyri
Frontar á eldhúsinnréttingu sprautulakkaðar og skipt um höldur
2020: Baðherbergi endurnýjað að hluta af fyrri eigendum.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður