Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Finnbogi Hilmarsson
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason
Ragnar Þorgeirsson
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Ásdís Írena Sigurðardóttir
Elsa Björg Þórólfsdóttir
Vista
fjölbýlishús

Gnípuheiði 5

200 Kópavogur

109.900.000 kr.

801.020 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2233132

Fasteignamat

90.000.000 kr.

Brunabótamat

68.560.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1998
svg
137,2 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur
svg
Laus strax

Lýsing

Heimili fasteignasala kynnir Gnípuheiði 5. Vel skipulögð 4ra herbergja útsýnisíbúð með sér inngangi á efstu hæð (2.hæð frá götu) í fallegu litlu fjölbýlishúsi í suðurhlíðum Kópavogs. Eignin er skráð samtals 137,2 fm og skiptist í forstofu, hol, stofu/borðstofu, yfirbyggðar svalir (sólstofu), þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu og bílskúr. Gnípuheiði 5-7 er lítið fjölbýlishús byggt árið 1998 með þremur íbúðum í hvoru húsi. Húsið hefur fengið stöðugt og gott viðhald. Aðkoma afar snyrtileg. 

** Áhugasamir bókið skoðun hjá sigridur.lind@heimili.is **

Nánari lýsing:
Forstofa: komið er inn sérinngang í forstofu með ágætu fatahengi og hilluplássi, flísar á gólfi. 
Hol: úr forstofu er komið inn í rúmgott opið rými þaðan er gengið í allar vistarverur íbúðarinnar.
Stofa/ borðstofa: frá holi er opið inn í bjarta og rúmgóða stofu og borðstofu. Glæsilegt útsýni. Parket á gólfi. 
Sólstofa: útgengt frá borðstofu á yfirbyggðar svalir/sólstofu 12fm, sem er ekki inn í fermetratölu eignarinnar. Glæsilegt útsýni. Gólfhiti. Flísar á gólfi. 
Eldhús: Viðarlituð sérsmíðuð eldhúsinnrétting, stæði fyrir uppþvottavél. Flísar milli skápa. Gott skápapláss og vinnupláss. Góður borðkrókur. Korkflísar á gólfi.
Þvottaherbergi: er innaf eldhúsi. Nett innrétting með skolvaski. Gott skápapláss. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Korkflísar á gólfi.
Hjónaherbergi: bjart og rúmgott herbergi með góðu skápaplássi. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi II: bjart og gott herbergi með fataskáp. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi III: bjart og gott herbergi með nettum fataskáp. Parket á gólfi. 
Baðherbergi: ljós innrétting, bæði efri og neðri skápar, stór spegill og innfelld lýsing, gott borðpláss. Baðkar með sturtuaðstöðu. Flísalagt bæði gólf og veggir.
Bílskúr: rafdrifin bílskúrshurð.Geymsluloft. Heitt og kalt vatn, Epoxy á gólfi, niðurfall. Sér bílastæði.  Bílskúr er nýmálaður að utan, þakrennur og niðurfallsrör endurnýjuð. 
Sameign: á bílaplani eru tvær hleðslustöðvar í eigu hússins. Hitalögn í gangstétt framanvið hús og í sameiginlegum tröppum við húsið. 
Geymsla: með eigninni fylgir geymsla sem er á jarðhæð. Gott hillupláss. 

VIðhald: 
2017 þak málað.
2018 Húsið múrviðgert og málað.  
2023 Tveimur hleðslustöðvum komið fyrir á bílaplani. 

UM ER AÐ RÆÐA EINSTAKLEGA VEL STAÐSETTA EIGN Í SUÐURHLÍÐUM KÓPAVOGS. STUTT ER Í SKÓLA, LEIKSKÓLA, ÍÞRÓTTIR, VERSLUN OG ÞJÓNUSTU. 
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir löggiltur fasteignasali. sigridur.lind@heimili.is/ 8994703

 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

img
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Heimili fasteignasala
Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone
img

Sigríður Lind Eyglóardóttir

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone

Sigríður Lind Eyglóardóttir

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík