
Lýsing
Um er að ræða einstaklega vel staðsetta hæð við Álfheimana þar sem öll helsta þjónusta er í göngufæri við Álfheimakjarnann með verslun, veitingastað, bakaríi ofl, þá eru skólar, leikskólar, íþróttir, verslun, Laugardalurinn og Grasagarðurinn einnig í göngufjarlægð.
Íbúðin var mikið endurnýjuð í kringum 2016 og breytt eftir hönnun Katrínar Ísfeld. Húsið sjálft er hannað af arkitektinum Sigvalda Thordarsen
Eignin er skráð 162,9 fm. þar af er bílskúrinn 31,3 fm. og íbúðin ásamt geymslum og sér þvottahúsi eru 131,6 fm.
Nánari lýsing: Gengið upp rúmgóðar steyptar tröppur að sérinngangi eignar.
Forstofa flísalögð með náttúrúflísum og hita í gólfi. Frá forstofunni er gengið niður í kjallarann þar sem eru sér þvottahús, geymslur og sameign.
Frá forstofu er komið inn í opið og bjart alrými sem rúmar eldhús, borðstofu og setustofu.
Eldhúsið var gert upp á árunum milli 2016-2020 með innréttingu frá HTH og eldhústækjum frá AEG, þar er stór eyja með góðum hirslum, spanhelluborð sem er niðurfellt í borðplötu sem er steypt. Vifta er innfelld í niðutekið loft og lýsing innbyggð. Til móts við eyjuna er gott vinnuborð, hirslur og búrskápur, vaskur, innbyggð uppþvottavé, og ofn í vinnuhæð. Innfelld lýsing í lofti eldhúss og hiti í gólfi.
Stofa/borðstofa bjart rými með stórum gluggum, þaðan er gengið út á suðaustursvalir sem snúa inn í garðinn.
Baðherbergið er glæsilega innréttað og var endurnýjað fyrir nokkrum árum, þar er innrétting frá HTH með góðu skúffuplássi og handlaug, upphengt salerni og stór "walk-in sturtuklefi. Hiti er í gólfi baðherbergis og lýsing innfelld.
Á svefnherbergigangi eru 3 herbergi;
Hjónaherbergi rúmgott með nýlegum fataskápum.
Tvö rúmgóð barnaherbergi annað með skáp.
Íbúðin er smekklega innréttuð með harðparketi á gólfum fyrir utan forstofu, eldhús og baðherbergi sem eru flísalögð rými.
Eigninni fylgir gott geymslurými staðsett á jarðhæð hússins;
Sér þvottahús (7,9 fm.) og tvær geymslur (4,4 og 4,9 fm.) við hlið þvottahússins auk geymslu (ca 3-4 fm) undir stiganum sem ekki er inni í birtri stærð. Frá sameign á jarðhæðinni er gengið út á bílastæði meðfram húsinu.
Sameiginlegur garður er gróinn og fallegur.
Bílskúrinn (31,3 fm.) er innréttaður þannig að hluti hans er geymsla (ca 1/3) en vel innréttuð studio-íbúð með baðherbergi, með sturtuaðstöðu, opnu alrými með eldunaraðstöðu og svefnaðstöðu í framhaldinu er ca 20 fm. Á því rými eru góðir opnanlegir gluggar en það hentar vel til útleigu.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Að sögn seljenda og fyrir eigenda hafa eftirfarandi endurbætur farið fram;
- Skólplagnir endurnýjaðar undir húsi og út í götu.
- Þakplötur og rennur endurnýjaðar ca 2016
- Hitastýring (termostat) á ofnum var endurnýjað 2024 og hluti vatnslagna í kjallara/sameign
- Allir gluggar í húsinu og svalahurðir endurnýjað 2025
- Þakpappi á bílskúr og gluggar á suðurhlið hans ca 2016-2020
Allar upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir, s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.