Lýsing
Landmark fasteignamiðlun kynnir:
Glæsilegt 395,7 m2 einbýlishús á tveimur hæðum með tveimur aukaíbúðum og bílskúr við Bugðutanga 21, Mosfellsbæ. Eignin er staðsett innarlega í botnlangagötu. Glæsilegt útsýni er frá eigninni. Efri hæð er skráð 208,4 m2 þ.a. 38,3 fm. bílskúr. 5 svefnherbergi, baðherbergi og gestasnyrting. Nýlega búið að setja gólfhita í aðalrými og harðparket frá Birgisson. Vandaðar innréttingar með ljósum steinborðplötum. Fallega ræktaður garður með stórri suðurverönd. Stórt steypt bílaplan fyrir framan eignina. Aukaíbúðir eru í leigu í dag, 2ja og 3ja herbergja. Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla, matvörubúðir, sund og líkamsrækt.
Samkvæmt HMS er eignin skráð: Efri hæð 208,4 m2 og neðri hæð 187,3 m2, samtals: 395,7 m2
Fasteignamat næsta árs: 192.550.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast. s. 6 900 820 eða sveinn@landmark.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápur.
Miðrými / svefnherbergisgangur: Harðparket á gólfi. Lítil geymsla á ganginum.
Stofa / Borðstofa: Afar rúmgóðar og bjartar með harðparket á gólfi. Útgengt á suðurverönd um rennihurð.
Sólstofa: Afar björt með frábæru útsýni til norðurs á Esjuna, harðparket á gólfi. Útgengt á suðurverönd.
Eldhús: Falleg eikar og hvít innrétting með ljósum steinborðplötum og undirfelldum vaski. Eldunareyja úr ljósum steini með háf yfir. Vönduð tæki.
Svefnherbergi: 5 rúmgóð herbergi með harðparket á gólfum. Fataskápar í fjórum.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Baðkar og sturtuklefi aðskilin með gleri. Falleg innrétting með ljósri steinborðplötu í kringum handlaug. Upphengt salerni og handklæðaofn.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi og veggjum. Falleg innrétting með handlaug ofan á, upphengt salerni.
Sjónvarpsstofa: Stigi frá stofu á neðri hæð. Rúmgóð aðstaða og parket á gólfi. Tvær rúmgóðar geymslur inn af sjónvarpsstofu.
Þvottahús: Flísar á gólfi, mjög góð aðstaða fyrir þvottavélar og þurrkara. Vaskur í innréttingu. Sturtuklefi. Útgengt á svalir.
Bílskúr er inngengur. Epoxy á gólfi. Heitt og kalt vatn.
Aukaíbúðir:
Steyptur stigi meðfram eigninni og hellulögð stétt fyrir framan íbúðir.
Sameiginlegur inngangur í forstofu með flísum á gólfi, þaðan er sérinngangur í báðar íbúðir.
3ja herbergja íbúð. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Gólfefni: Flísar og parket. Fataskápar i báðum herbergjum. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara inni á baðherbergi.
2ja herbergja íbúð. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Gólfefni: Flísar og parket. Fataskápur í herbergi. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara inni á baðherbergi.
Útigeymslur á báðum hæðum.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat