Lýsing
Virkilega fallegt fjölskylduvænt raðhús á tveimur hæðum. Eignin er skráð 275,9 fm. en óskráðir 38,5 fermetrar, raunstærð 314,4 fm.
Eignin hefur fengið afar gott viðhald á síðustu árum. Allir gluggar og gler endurnýjað 2023, einnig svalahurðar. Yrtabyrði nýlega viðgert og málað 2023. Þak endurnýjað 2024.
Auðvelt að gera aukaíbúð á jarðhæð. 4 rúmgóð svefnherbergi í dag, auðvelt að bæta við svefnherbergi.
Frábært útsýni á efrihæð og stór afgirtur suðurgarður og verönd með heitumpotti. Stórt hellulagt bílaplan fyrir framan eignina, hitalögn undir meirihluta af því.
Frábær staðsetning. Stutt í alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar veita:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast. s. 6 900 820 eða sveinn@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT STRAX HÉR.
Nánari lýsing:
Neðrihæð:
Forstofa / Miðrými: Flísar á gólfi, stór fataskápur.
Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með parket á gólfi.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi og veggjum.
Þvottahús / geymsla: Dúkflísar á gólfi og góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Innrétting með borðvaski. Geymsla innaf þvottahúsi. Þetta er hluti af óskráðum 17,5 fm.
Bílskúr: 36 fm. Heitt og kalt vatn. Gólf er málað. Sjálfvirkur hurðaopnari á bílskúrshurð. Innaf bílskúr er óskráð rými ca. 21 fm. notað sem hobbý herbergi í dag. Þriggja fasa rafmagn.
Efrihæð:
Miðrými / Sjónvarphol: Rúmgott með parket á gólfi, útgengt í afgirtan suðurgarð. Verönd með heitumpotti. Stór grasflöt.
Stofa / Borðstofa: Afar rúmgóðar og bjartar með parket og flísum á gólfi. Frábært útsýni frá borðstofu yfir borgina og sundin.
Eldhús: Falleg hvít innréttingum með góðu skápaplássi, vönduð tæki. Frábært útsýni frá eldhúsi. Flísar á gólfi og milli skápa.
Svefnherbergi: 3 rúmgóð herbergi, öll með parket á gólfi og fataskápar í öllum herbergjum. Útgengt frá hjónaherbergi út á suðurverönd.
Baðherbergi: Afar rúmgott, flísar á gólfi og veggjum. Baðkar og flísalögð sturta. Falleg innrétting í kringum 2 handlaugar og góð snyrtiaðstaða með stórum speglum.
Stórt hellulagt bílaplan fyrir framan eignina, hitalögn undir hluta af því. Steypt ruslutunnugeymsla og góð útigeymsla við hlið inngangs í bílskúr.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat