Lýsing
Íbúðin samanstendur af forstofu, gangi, þvottaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi, eldhúsi og stofu/borðstofu, geymslu. Í kjallara er 7,6 fm sérgeymsla með hillum, stæði í bílageymslu og sameiginleg hjóla- og vagnageymsa.
Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. Smellið hér til að sjá myndband af eigninni
Bókið skoðun hjá Herdísi Valb. Hölludóttur í síma 694-6166, eða herdis@gimli.is
NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Rúmgóð með flísum á gólfi og fataskáp.
Þvottaherbergi: Borðplata með vaski, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, veggföst fatagrind og flísar á gólfi.
Svefnherbergi: Mjög rúmgott með góðum skápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Vegghengt salerni, sturtuklefi, baðkar, handklæðaofn, skápur undir vaski og á vegg, ljósar flísar á veggjum og dökkar á gólfi.
Eldhús: Falleg L - laga innrétting með ljósum efri skápum, bakarofn í vinnuhæð, gott skápapláss og eldhúskrókur.
Stofa/borðstofa: Í opnu og björtu rými með parketi á gólfi. Stórir gluggar meðfram allri suðvestur hliðinni og þaðan er gengt út á svalir.
Svalir: Snúa í suðvestur og eru skráðar 11,6 fm.
Bílastæði: Er í lokaðri bílageymslu í kjallara, merkt B9. Geymsla: Sérgeymsla 7,6 fm er í kjallara, merkt 006. Þá eru næg bílastæði einnig fyrir framan húsið.
Hjóla- og vagnageymsla: Er í sameign.
Á öllum gólfum íbúðarinnar er fallegt viðarparket, nema í anddyri, þvottahúsi og á baðherbergi eru flísar.
Stutt í helstu þjónustu s.s. Salalaug, verslanir, skóla, leikskóla o.fl.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026: 64.100.000 kr.
* Smelltu hér fyrir söluyfirlit
* Íbúðin er tóm en við sumar myndir er notast við gervigreind til að sýna mögulegar uppsetningar ofl.
Nánari upplýsingar veitir: Herdís Valb. Hölludóttir Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur, í síma 6946166, tölvupóstur herdis@gimli.is eða gimli@gimli.is
Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu
Gimli á Facebook
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.
Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni.
Gimli gerir betur...