Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1925
142,3 m²
5 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Opið hús: 30. september 2025
kl. 17:30
til 18:00
Opið hús: Framnesvegur 56, 101 Reykjavík. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 30. september 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Virkilega sjarmerandi 142,3 fm raðhús við Framnesveg 56, 101 Reykjavík. Húsið er á 3 hæðum með möguleika á aukaíbúð á jarðhæð. Nýlegur ca 18 fm. sólskáli/geymsla er utan fermetratölu eignarinnar. Vesturbæjarskóli er hinu megin við götuna auk þess sem leikskóli, Vesturbæjarlaug, miðbær Reykjavíkur og öll helsta þjónusta er í stuttu göngufæri. Flest allir gluggar í húsinu hafa verið endurnýjaðir. Þakið málað og yfirfarið fyrir nokkrum árum. Fallegur garður sem var hellulagður í sumar. Skv. seljanda endurnýjuðu Veitur nýlega heita- kaldavatns- og skólplagnir í hverfinu.Nánari upplýsingar veitir: Gunnar Bergmann Jónsson í síma 839-1600 eða gunnarbergmann@eignamidlun.is
Nánari lýsing:
Gengið er inn í miðhæð hússins þar sem komið er inn í flísalagða forstofu. Eldhús, stofa, borðstofa og þvottahús eru á miðhæðinni. Stofa og borðstofa er nokkuð rúmgóð með stórum gluggum sem gera rýmið einstaklega bjart. Parket á gólfum í stofu. Flísalagt eldhús er opið við stofu. Nýleg hvít innrétting með góðu vinnu og skápaplássi. Ofn í vinnuhæð, helluborð og háfur. Geymsla/þvottahús er undir stiga.
Gengið er upp á efri hæðina, parketlagður stigi. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi ásamt baðherbergi. Baðherbergi var allt endurnýjað árið 2017. Stór sturtuklefi, upphengt salerni, handklðaofn, gólfhiti og falleg lítil innrétting. Parket á gólfum í svefnherbergjum og lausir skápar í tveim herbergjanna sem geta fylgt eigninni.
Sér inngangur inn í kjallara hússins sem er með ca. 2 metra lofthæð. Kjallarinn var áður í útleigu sem stúdíó íbúð en er tómur í dag. Nokkuð auðvelt að útbúa auka íbúð í kjallara. Vantar eldhúsinnréttingu. Nýlega búið að setja sér rafmagnstöflu og endurnýja vatnslagnir. Áður við opið úr íbúð niður í kjallara og er því möguleiki á því.
Viðhald síðustu ára:
2025: Garður hellulagður. 2024: Veitur endurnýuðu heita- kaldavatns- og skólplagnir að húsinu, íbúð í kjallara gerð upp. Drenlagnir götumegin endurnýjaðar. 2023: Sprunguviðgerðir utanhúss. 2022: Skipt um flest allar rúður í húsinu. Garðskáli og geymsla sett upp á lóðinni. Rafmagn endurnýjað í kjallaraíbúð. 2021: Vatnslagnir endurnýjaðar ásamt ofnum í kjallaraíbúð. 2017: Þakið yfirfarið og málað. Gluggarammar yfirfarnir og málaðir. Skipt um þakkant var sem þess var þörf. Baðherbergi á efri hæð endunýjað að öllu leiti. Íbúð máluð. 2015: Rafmagn í húsinu endurnýjað.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði.
Eignamiðlun ehf. - Grensásvegur 11, 108 Reykjavík - gunnarbergmann@eignamidlun.is - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
4. sep. 2017
39.700.000 kr.
56.000.000 kr.
142.3 m²
393.535 kr.
31. júl. 2014
42.700.000 kr.
41.800.000 kr.
178.6 m²
234.043 kr.
8. feb. 2008
33.390.000 kr.
32.000.000 kr.
178.6 m²
179.171 kr.
9. maí. 2007
29.920.000 kr.
25.750.000 kr.
178.6 m²
144.177 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025