Opið hús: Fagrihjalli 60, 200 Kópavogur. Eignin verður sýnd sunnudaginn 26. október 2025 milli kl. 14:00 og kl. 14:30.
Lýsing
Neðri hæð:
Forstofa er með fallegum flísum á gólfi og miklu skápaplássi
Svefnherbergin eru þrjú á hæðinni, öll með parketi. Góður fataskápur er í hjónaherbergi.
Baðherbergið er nýlega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf með hornbaðkari, handklæðaofni og fallegri innréttingu.
Þvottahús er á hæðinni með innréttingu þar sem tækið eru í góðri vinnuhæð.
Gengið upp teppalagðan stiga upp á 2. hæð.
Efri hæð:
Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð með fallegu útsýni til suðvesturs
Eldhúsið er með dökkbæsaðri innréttingu með eyju. Í innréttingu eru tveir ofnar ( annar combi-ofn) helluborð og innbyggð uppþvottavél og ísskápur.
Borðstofa og setustofa eru samliggjandi og þaðan er útgengt út á verönd með góðum skjólvegg og heitum potti. Innangengt í bakgarð af verönd, tilvalin fyrir hunda t.d.
Baðherbergið er flísalagt með fallegri innréttingu, "walk-in" sturtu og upphengdu salerni.
Önnur stofan er á hæðinni með parketi á gólfi og rúmgott vinnurými. Þarna er möguleiki að setja upp eitt herbergi eða tvö.
Risloft er í húsinu en það er hægt að innrétta á marga vegu, t.d. sjónvarpsrými, vinnuherbergi eða svefnherbergi. Opnanlegur þakgluggi.
Bílskúrinn er rúmgóður ( 36,8 fm ) með lokaðri geymslu. Í bílskúrnum er rafmagn, hiti, vatn og rafknúinn hurðaopnari. Tvö bílastæði framan við hús og gestabílastæði við hús nr 58. Hiti er undir bílaplani.
Umhverfi: Leikvellir fyrir krakka eru í götunni og stutt er í leikskóla, grunnskóla og íþróttaaðstöðu. Staðsetning mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Í eldri sölulýsingu segir að "þak hafi verið yfirfarið árið 2020 þar sem skipt var um þakjárn, pappa og járn í þakkanti. " Fasteignamat 2026: 132.450.000
Greiddar eru 1.000 kr á mánuði í lóðafélag Fagrahjalla 42-60
Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
---------------------------------------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat