Lýsing
Glæsilegt einbýlishús á einni hæð ásamt rúmgóðum 42,4 fm bílskúr á eftirsóttum stað við Móvaði 21 í Norðlingaholtinu. Eignin er staðsett á jaðarlóð með stórkostlegu útsýni - gólfhiti er í húsinu - gólfsíðir gluggar í stofu - timburverönd með heitum potti og óskertu útsýni til fjalla - eignin er laus til afhendingar. Uppþvottavél í eldhúsi fylgir með í kaupunum.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu með aukinni lofthæð og innfelldri lýsingu. Á vinstri hönd við inngang er parketlagt svefnherberbergi. Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf, neðri skápur og gluggi. Rúmgott svefnherbergi með glugga á tvo vegu. Innaf forstofunni er gangur / geymsla. Innangengt í bílskúrinn sem er með flísum á gófi, sjálfvirkum hurðaopnara og gluggum. Frá forstofu er gengið inn í alrými sem skiptist í eldhús og stofur. Fallegt eldhús með HTH innréttingu með miklu skápaplássi, flísar á milli efri og neðri skápa, eyja, gashelluborð og gufugleypir. Rúmgóðar og bjarta stofur með aukinni lofthæð, innfelld lýsing og gólfsíðir gluggar. Frá setustofu er gengið út á timburpall þar sem er fallegur pallur (Lerki) ásamt heitum potti. Hjónaherbergið er með rúmgóðum fataskáp og frá þessu herbergi er útgengt út á verönd. Baðherbergi með innréttingu, Walk-in sturtu, baðkari og upphengdu salerni, gluggi. Á gólfi og á veggjum baðherbergis er Stucco múrklæðning. Þvottahús með nýlegri innréttingu, góð vinnuaðstaða og frá þvottahúsi er útgengt út á hellulagt plan.
VIRKILEGA VEL SKIPULAGT OG FALLEGT EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ GLÆSILEGU ÚTSÝNI ÞAR SEM STUTT ER Í NÁTTÚRUNA.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat