Upplýsingar
Byggt 1967
109,8 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Mjög rúmgóð og björt 109,8 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ 154. Íbúðin skiptist m.a. í hol, stofu, eldhús, þrjú herbergi og baðherbergi. Sér geymsla er í kjallara. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara (en einnig er lögn á baðherbergi). Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Nokkur sameiginleg bílastæði með rafhleðslustöðvum eru fyrir Hraunbæ 152-168. ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING.Nánari uppl. veitir: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali, magnea@eignamidlun.is, s. 861 8511.
Nánari lýsing:
Hol: Komið er inn í rúmgott teppalagt hol.
Stofa: Mjög rúmgóð og björt teppalögð stofa, nýtt sem stofa og borðstofa. Svalir eru út af stofu til suðurs (suðvesturs).
Eldhús: Falleg upprunaleg innrétting er í eldhúsi. Borðkrókur. Gólf er lagt dúkflísum.
Baðherbergi: Baðherbergið er upprunalegt. Baðkar. Lögn fyrir þvottavél. Gólf er lagt dúkflísum og flísar eru á hluta veggja. Gluggi.
Hjónaherbergi (1): Rúmgott dúklagt hjónaherbergi með skápum.
Herbergi 2: Teppalagt herbergi.
Herbergi 3: Teppalagt herbergi.
Gengið er inn í hjónaherbergi, annað af herbergjunum og baðherbergi frá svefnálmu. Í svefnálmu eru skápar.
Geymsla: Sér geymsla er í kjallara.
Framkvæmdir utanhúss: Á árunum 2017-2019 var húsið við Hraunbæ 154 múrviðgert og málað að utan. Skipt var um gler í gluggum í íbúðinni, opnanleg fög og svalahurð. Einnig var skipt um gler í gluggum í sameign hússins.
Mjög góð staðsetning. Stutt í leikskóla, skóla, íþróttasvæði, sundlaug, bókasafn, heilsugæslu, verslanir og alla helstu þjónustu. Fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook