Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1972
97,5 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Virkilega falleg, björt og rúmgóð 4ra herbegja endaíbúð á 2. hæð (efstu) sem hefur verið mikið endurnýjuð. Eignin er skráð samtals 97,5 fm og skiptist í forstofu/hol, eldhús, stofu/borðstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og 4,5 fm geymslu í sameign. Stórar suðursvalir 11,7 fm (óskráðar í fm íbúðar) og glæsilegt útsýni yfir Fossvogsdalinn.Nýlega hefur eldhús verið endurnýjað á smekklegan hátt sem og baðherbergi, gólfefni og hurðar. Þá var sett upp ný sér rafmagnstafla fyrir eldhús, öllum rafmagnsdósum skipt út og settir Gira rofar og tenglar.
**Smelltu hér til að sækja söluyfirlit**
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: Komið er inn í rúmgóða forstofu/hol þaðan sem gengið er inn í aðrar vistverur. Fataskápur og parket á gólfi.
Eldhús: Nýlega endurnýjað með eldhúseyju, góðu skápa- og vinnuplássi og ofn í vinnuhæð. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð með glæsilegu útsýni yfir Fossvogsdalinn og útgengi á stórar suðursvalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi I: Rúmgott með stórum fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað með "walk in" sturtu, upphengdu salerni og þvottaaðstöðu. Flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: 4,5 fm geymsla í sameign.
Húsið hefur fengið reglulegt og gott viðhald í gegnum árin.
Helstu endurbætur sem hefur verið farið í síðustu ár:
2023-2025 - Sprunguviðgerðir og málun
2024 - Dyrasímakerfi með myndavél
2016 - Nýir gluggar ásamt svalahurð sunnanmegin, norðanmegin var skipt um gler og opnanleg fög
2009 - Þakjárn endurnýjað
Hurðir endurnýjaðar í sameign / settar upp eldvarnarhurðir ásamt nýrri útidyrahurð og millihurð
Eftirsótt staðsetning á góðum stað í Fossvoginum þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og íþróttamiðstöð sem og fallegar göngu- og hjólaleiðir í Fossvogsdalnum.
Nánari upplýsingar veita:
Oddný María Kristinsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 777-3711, tölvupóstur oddny@eignamidlun.is
Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali, í síma 824-9093, tölvupóstur kjartan@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
25. maí. 2012
21.300.000 kr.
24.100.000 kr.
97.5 m²
247.179 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025