Upplýsingar
Byggt 2008
106,8 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Opið hús: 26. október 2025
kl. 16:00
til 16:30
Fasteignasali tekur á móti áhugasömum í íbúð 202
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Afar björt og rúmgóð 107 fm, þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu, viðhaldsléttu lyftuhúsi á frábærum stað í Akrahverfi. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúðinni. Rúmgóðar, sólríkar svalir til suðvestur og mikið útsýni. Íbúðin hefur verið endurnýjuð að miklu leiti með uppgerðu baðherbergi, nýjum innihurðum, innréttingar sprautulakkaðar og fallegur steinn er á borðum bæði í eldhúsi og á baðherbergi. Stutt er í skóla, leikskóla og aðra þjónustu í hverfinu.**Sækja söluyfirlit**
Lýsing eignar:
Inngangur: Sameiginlegur inngangur að mjög snyrtilegri sameign með lyftu.
Forstofa: Inngangur í íbúð er af lokuðum svalagangi. Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi og góðu skápaplássi.
Eldhús: Opið með sprautulakkaðri, hvítri innréttingu og parketi á gólfum. Fallegur steinn er á borðum, undirlímdur vaskur, nýlegt spanhelluborð og ofn í vinnuhæð. Rými er fyrir uppþvottavél.
Stofa/borðstofa: Mjög rúmgóð og björt, parketlögð stofa og borðstofa í opnu rými. Útgengi á stórar svalir sem snúa til suðvesturs og njóta sólar frá morgni til kvölds. Frábært útsýni er úr stofu og af svölum.
Baðherbergi: Endurnýjað 2023. Flísalagt með glæsilegri walk-in sturtu, upphengdu salerni og innréttingu. Fallegur steinn er á borðum og undirlímdur vaskur.
Svefnherbergi 1: Bjart og rúmgott með parketi og góðu skápaplássi.
Svefnherbergi 2: Gott herbergi með parketi og skápaplássi.
Þvottahús: Innan íbúðar með góðri innréttingu og vaski.
Bílageymsla: Mjög rúmgott stæði fylgir íbúð í lokaðri, upphitaðri bílageymslu. Bílaþvottaaðstaða er í bílageymslu.
Geymsla: Rúmgóð 8,7fm geymsla fylgir íbúð og er staðsett við hlið bílastæðis. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í kjallara.
Fordæmi eru fyrir dýrahaldi í húsinu.
Nánari upplýsingar veitir:
Lilja Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali - s. 649-3868 eða lilja@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook