OPIÐ HÚS AÐ GRÆNLANDSLEIÐ 12, 113 REYKJAVÍK, MÁNUDAGINN 27. OKTÓBER FRÁ KL. 17:15 - 17:45. ALLIR VELKOMNIR!!
Lýsing
Glæsilegt, bjart og vel skipulagt 244 fm endaraðhús á einstökum útsýnisstað við Grænlandsleið 12 í 113, Reykjavík. HÚSIÐ ER STAÐSETT Á EINSTÖKUM ÚTSÝNISSTAÐ fyrir neðan götu með inngang á efri hæð þar sem er bílskúr, eldhús og stofur með mikilli lofthæð ásamt baðherbergi. Stórir gluggar á aðalhæð til suðurs, vesturs og norðurs með stórkostlegu útsýni yfir höfuðborgina, Grafarvoginn, út á sundin að Snæfellsjökli, og Esjunni. Gott pláss er framan við hús næg bílastæði, hellulögð stétt með snjóbræðslu í bílastæði og stétt að anddyri. Glæsileg lóð stórir sólpallar með skjólgirðingum umhverfis palla til suðurs, vesturs og norðurs með heitum og köldum potti, sauna og fallegri lýsingu við pall. Lóðin er snyrtileg og viðhaldslítil. Staðsetning er afar góð í endanum á rólegri götu. Eignin er laus til afhendingar.
Fjögur svefnherbergi er í húsinu og er inngengt úr hjónaherbergi inn á baðherbergi og fataherbergi á neðri hæð. Tvö baðherbergi, eitt á sitthvorri hæðinni. Eldhús er opið við borðstofu efri hæðar. Fallegar innréttingar og steinn á borðum. Inngengt er í rúmgott þvottaherbergi frá eldhúsi og þaðan í innbyggðan bílskúr þar sem búið er að útbúa hurbergi inn af bílskúr. Sjónvarpshol er staðsett á neðri hæð og gott vinnurými/skrifstofa við svefnherbergisgang. Gólfhitakerfi er í öllu húsinu og lýsing frá Lumex.
Eignin er í heild skráð 244 fm skv. skráningu HMS, þar af er íbúðarhlutinn 215,1 fm og bílskúrnn 28,9 fm.
Nánari lýsing efri hæðar: Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og góðum skápum. Gólfhiti og gólfsíðir gluggar til suðurs og austurs. Baðherbergi I: Flísalagðir veggir og gólf. Upphengt salerni, sturta og innrétting með steinborðplötu. Gluggi á baðherbergi. Eldhús: Með flísum á gólfi og fallegri eldhúsinnréttingu. Innfelld lýsing og steinn á borðum. Siemens stál bakaraofn, spanhelluborð, stál háfur og tengi fyrir uppþvottavél. Lýsing undir skápum og gólfhiti. Eldhús er opið borðstofu með gólfsíðum gluggum til norðurs með einstöku og miklu útsýni. Borðstofa: Er rúmgóð með flísum á gólfi og gólfhita. Innfelld lýsing í uppteknum bogaloftum. Gólfsíðir gluggar með glæsilegu útsýni til norðurs, austurs og vesturs. Stofa: Er stór með niðurlímdu parketi á gólfum. Mikil lofthæð og stórir gólfsíðir gluggar til suðurs, vesturs og norðurs. Afar glæsilegt útsýni yfir höfuðborgina, Grafarvoginn, til fjalla og víðar. Útgengi á glæsilega sólpalla frá stofu í suðaustur með skjólveggjum á framhlið hússins. Verönd/sólpallur: Er stór og afgirtur og snúa til suðurs, vesturs og norðurs. Afar glæsilegt útsýni til vesturs og norðurs frá veröndum yfir höfuðborgina, Grafarvoginn og til fjalla. Gengið er niður á neðri verönd frá efri verönd sem snýr í suð-suðvestur, þar er heitur pottur og sauna. Falleg kvöldlýsing á verönd. Þvottaherbergi: Með Epoxy á gólfi og góðum innréttingum. Vinnuborð og vaskur. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara sem er staðsett í góðri vinnuhæð í innréttingu. Herbergi við þvottahús inn af bílskúr: Ágætlega rúmgott með glugga í vestur, parket á gólfi.
Nánari lýsing neðri hæðar: Gengið niður steyptan parketlagðan stiga með fallegu glerhandriði. Sjónvarpshol: Er rúmgott með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum til norðurs, vesturs og austurs. Útgengi á neðri verönd/lóð frá sjónvarpsherbergi. Hjónaherbergi: Er rúmgott með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum til norðurs og vesturs. Inngengt í fataherbergi og baðherbergi II frá hjónaherbergi.
Fataherbergi: Með parketi á gólfi og góðum innréttingum. Baðherbergi II: Með flísum á gólfum og veggjum. Hornbaðkar, upphengt salerni og góðir skápar. Falleg innrétting við vask með steini á borðum og speglaskáp fyrir ofan. Svefngangur/vinnurými: Framan við svefnherbergi. Gott rými með parketi á gólfi og útloftun. Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi, skápum og gluggum til norðurs.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi, skápum og gluggum til norðurs. Bílskúr: Er 28,9 fermetrar að stærð, snyrtilegur með epoxy á gólfum. Rafmagnshurðaopnari á bílskúrshurð, upphitaður, heitt og kalt vatn og gluggi til norðurs. Innangengt er í bílskúr frá þvottaherbergi. Gott milliloft er yfir hluta bílskúrs.
Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknaverðum stað við Grænlandsleið Örstutt er í alla þjónustu og verslarnir, skóla og leikskóla. Stutt í golfvöll GR í Grafarholti og fallegar hjóla- og gönguleiðir í næsta nágrenni.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat