Opið hús: Kvistaland 24, 108 Reykjavík. Eignin verður sýnd sunnudaginn 26. október 2025 milli kl. 15:30 og kl. 16:00.
Lýsing
*** Árið 2000 var rafmagn endurnýjað í húsinu - 3ja fasa tengi í bílskúr og sama ár voru neysluvatnslagnir ( heitt og kalt) endurnýjaðar úr húsi út í götu og frárennslislagnir endurnýjaðar úr húsi út í götu, frá sitthvoru baðherberginu | Gler verið endurnýjað í húsinu frá 2000 ***
Forstofa er flísalögð með fataskáp. Byggt er yfir rýmið fyrir framan innganginn sem myndar gott skjól.
Eldhúsið er í opnu rými með parketi á gólfi og þakglugga. Hvít innrétting með steinborðplötu með niðurfelldu helluborði og vaski.
Stofan og borðstofan eru samliggjandi með með stórum gluggum sem snúa út í garð. Útgengt er út á verönd af tveimur stöðum. Parket á gólfi.
Svefnherbergin eru fjögur með parketi á gólfi og fataskápar eru í hjónaherbergi og úti á herbergjagangi. Til viðbótar er gott vinnuherbergi.
Baðherbergin eru tvö, bæði flísalögð með fallegri innréttingu. Sturta með glervegg í öðru en baðkar í hinu.
Þvottahús er með sérinngang og er flísalagt.
Lóðin er stór og snýr í suður og vestur með skjólsælli verönd. Geymsluhús er í garðinum sem er mjög snyrtilegur og fallegur. Hellulagt bílaplan fyrir framan húsið með hitalögnum undir. Húsið er upphaflega byggt með hleðslusteinum en viðbyggingin er steypt.
Húsið er staðsett nær innst í rólegri botnlangagötu í barnvænu hverfi þar sem skólar, leikskólar og íþróttastarfsemi er í göngufæri.
Fyrir 2-3 árum var gatan, Kvistaland 18-24 tekin upp og lagnir endurnýjaðar eins og skólp og ljósleiðari.
Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
---------------------------------------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat