Lýsing
Miklaborg kynnir: Falleg og gróin sumarbústaðarlóð skammt frá höfuðborgarsvæðinu.
Falleg og gróin eignarlóð undir frístundarhús rétt við Borg í Grímsnesi. Lóðin er um hektari að stærð og á henni stendur gámur sem fylgir með í kaupunum.
Einstaklega vel staðsett og stór lóð innst í þessu hverfi, hentar þeim sem kjósa kyrrð og vilja fá að vera út af fyrir sig en jafnframt vera í göngufæri frá sundlaug.
Sumarhúsalóðin er eignalóð við Minniborgir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sumarhúsabyggðin er lokuð af með öryggishliði. Stutt í Grímsborgir, Laugarvatn, Selfoss og aðrar náttúruperlur eins og Kerið og Gullfoss og Geysi sem og ýmsa afþreyingu.
Samkvæmt seljanda er kalt vatn og rafmagn við lóðarmörk.
Samkvæmt deiliskipulagi má byggja allt að 100fm hús auk gestahúss eða geymslu.
Sjá skipulag fyrir svæðið hér: https://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=3125
Allar frekari upplýsingar:
Árni Gunnar Haraldsson lgf arnig@miklaborg.is 8614161