Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þóra Birgisdóttir
Vista
raðhús

Skeiðarvogur 47

104 Reykjavík

144.900.000 kr.

774.452 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2022343

Fasteignamat

126.100.000 kr.

Brunabótamat

81.210.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1960
svg
187,1 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

Esja Fasteignasala og Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali kynna einstaklega sjarmerandi endaraðhús við Skeiðarvog í sölu.
Um er að ræða steypt raðhús á tveimur hæðum byggt árið 1960 eftir hönnun Guðmundar Kr. Kristinssonarnar í skandinavískum stíl sem enn er mjög ríkjandi í húsinu og um hverfi þess.
Eignin er skráð 198,1 fm. skv. fasteignaskrá HMS, Íbúðin 160,1 fm. og bílskúr 27 fm. 
Húsið er vel skipulagt og hentugt fjölskylduhús á tveimur hæðum með suðurgarði á þessum vinsæla stað í Vogahverfinu - með opið og fallegt útivistarsvæði næst húsinu í vesturátt.
Eignin skiptist í: Forstofu/anddyri, þrjú/fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, stofu og borðstofu með útgengi út í suðurgarð, eldhús, þvottahús/geymslu og bílskúr
Neðri hæð:
Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Gestasnyrting með salerni og handlaug er á vinstri hönd þegar komið er inn.
Þvottahús á hægri hönd er rúmgott með sérinngangi/hurð, lagnakjallari með steyptu gólfi er undir þvottahúsinu. 
Neðri hæðin er opin og eitt rúmgott flæði fyrir stofu, borðstofu og eldhús, sá hluti stofunnar sem næst er forstofu er auðvelt að stúka af og fá þannig fimmta herbergið.
Eldhús er með fallegri Alno innréttingu með góðu skápaplássi, nýlegur ísskápur og uppþvottavél geta fylgt, eldhúsið er samtengt borðstofunni.
Stofan er rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum og hurð út í suðurgarðinn.
Fallegur tréstigi upp á efri hæðina - stiginn er parketlagður með sama gegnheila gólfefninu og er á neðri hæðinni allri - og tengir saman hæðirnar á fallegan hátt.
Á efri hæðinni er hol, rúmgott hjónaherbergi með upprunalegum tekk skápum og nú tvö en áður þrjú barnaherbergi sem snúa í suður, auðvelt er að stúka aftur af herbergin, hurð og gluggasetning til staðar sem styður það. Svalir meðfram suðurhliðinni eru nýlega lagfærðar.
Hol í miðju rýminu er með lítilli geymslu og hillum og býður upp á ýmsar útfærslur/nýtingu.
Baðherbergi er upprunalegt með sturtu, baðkari og innréttingu og glugga með opnanlegu fagi- það þarfnast endurnýjunar.
Geymsla milli baðherbergis og hjónaherbergis var áður lagnarými en býður upp á ýmsa skemmtilega möguleika svo sem að stækka baðherbergi.
Bílskúr  er staðsettur næst húsalengjunni, hann er 26 fm. snyrtilegur, með rafmagni og vatni, rafdryfin, nýleg hurð, bílaplan er með hitalögn.
Húsið er einstaklega fjölskylduvænt og skemmtilega hannað - enda staðsetning býður upp á fleiri glugga og meira birtuflæði.
Sérstaklega fjölskylduvænt hverfi. Grunn-, leik- og menntaskóli eru í göngufæri og stutt í alla helstu þjónustu. Stutt í útivistarparadísina í Laugardal.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignsali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

img
Þóra Birgisdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Esja fasteignasala
Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Esja fasteignasala

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
phone
img

Þóra Birgisdóttir

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Esja fasteignasala

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
phone

Þóra Birgisdóttir

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík