Lýsing
Um er að ræða bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á efstu hæð á fallegum stað í Víkurhverfinu í Grafarvoginum. Íbúðin er afar falleg og vel með farin.
Húsið er byggt 2001 og er íbúðin skráð 124,3 fermetrar. Hún skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, rúmgott þvottahús/geymslu, þrjú stór svefnherbergi (þar af eitt forstofuherbergi) og sér 8,3 fermetra geymsla á jarðhæð. Næg bílastæði eru framan við húsið.
Nánari lýsing:
Gengið er inn um sér inngang í forstofu sem er með stórum fataskáp sem nær til lofts, nýlegt teppi er á gólfi. Inn af forstofu er svefnherbergi með hvítum fataskáp til lofts og parketi á gólfi. Gengið er úr forstofu í opið alrými íbúðarinnar. Á hægri hönd eru tvö svefnherbergi, annað stærra en bæði með parketi á gólfi og stórum hvítum fataskápum sem ná til lofts. Öll svefnherbergi snúa til norð-austurs og eru með fallegu útsýni til fjalla. Við hlið svefnherbergjanna er baðherbergi með ljósum flísum á gólfi og veggjum, upphengdu salerni, baðkari með sturtu, og fallegri dökkri viðarlitaðri innréttingu með nýlegri ljósri borðplötu, innfelldum vaski og stórum spegli með baklýsingu. Í alrýminu er eldhúsið stúkað af með vegg og opið sitthvoru megin. Dökk viðarlituð innrétting er í eldhúsi með nýlegum ljósum borðplötum, innfelldum vaski og nýlegum eldhústækjum og blöndunartæki. Flísar eru á gólfi sem ná inn í borðstofu. Við hlið eldhússins er gengið inn í rúmgott þvottahús með vaski sem nýtist einnig sem geymsla. Ljósar flísar eru á gólfi. Stofan er stór og björt, og útgengt er á rúmgóðar og sólríkar svalir sem snúa í suð-vestur.
Á jarðhæð eru sérgeymslur íbúða og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Stór sameiginlegur garður er á baklóðinni sem er vel við haldinn. Nóg er af bílastæðum að framanverðu og búið er að setja upp fjölda rafhleðslustöðva fyrir íbúa húsanna við Hamravík 22-28.
Húsið er innst í botnlanga og er því vel staðsett í Víkurhverfinu en hverfið er rólegt og fjölskylduvænt. Frá íbúðinni er afar gott útsýni til fjalla.
Í nærumhverfi eignarinnar er leikskóli og grunnskóli, golfvöllur, og falleg göngu- og hjólasvæði.
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.