Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Steinunn Sigmundsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1970
172,6 m²
5 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;
Einstakt tækifæri til að eignast algjörlega endurnýjað hús á besta stað í Keflavík** SELJANDI SKOÐAR AÐ TAKA MINNI EIGN UPP Í KAUPIN **
Greniteigur 37 er 172,6 fm raðhús á 2 hæðum. Húsið sjálft er 143,4 og bílskúrinn er 29,2 fm.
* Verið er að endurnýja þakpappa & þakjárnið
* Búið er að endurnýja skolp
* Búið er að endurnýja allar vatnslagni og setja hita í gólfin
* Búið er að endurnýja alla glugga
* Húsið var múrað og málað að utan í sumar
* Bílskúrshurðin hefur verið endurnýjuð og bílskúrsgólf er flísalagt með gólfhita
* 2 Fullbúin baðherbergi með sturtu
* 4 Svefnherbergi eru í húsinu
* Nýlegur sólpallur
* Bílastæði var nýlega hellulagt
* Allar innréttingar, gólfefni og hurðar eru nýlegar
* Verið er að leggja lokahönd á að múra húsið að utan og mála.
Lýsing á eign;
Gengið er inn í flísalagða forstofu, innbyggðir skápar með rennihurð eru á vinstri hönd þegar að inn er komið. Þar fyrir innan er svo gesta salerni með upphengdu salerni, Walk in sturtu og handlaug.
Forstofu herbergi er á neðri hæð með harðparketi á gólfi.
Útgengt er á sólpall frá holi.
Nýlegt eldhús með hvítri innréttingu og nægu skápaplássi.
Þvottahús er inn af eldhúsi. Hægt er að ganga út á plan frá þvottahúsi.
Stofan er opin og björt, stórir gluggar og fallegt harðparket er á allri neðri hæðinni að frátöldu votrými. Skipt var um þrepinn í stiga sem leiðir þig upp á efri hæð hússins.
Efri hæðin;
Þegar að upp er komið eru þar 2 barnaherbergi á vinstri hönd, stórir gluggar og harðparket er á gólfum.
Baðherbergið er sérlega fallegt, veggir eru múraðir, gólfið er flísalagt. Walk in sturta, upphengt salerni og rúmgóð innrétting með handlaug.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott, harðparket er á gólfi ásamt stórum fataskáp og fataherbergi.
Rúmgott hol er fyrir framan hjónaherbergið sem nýta má sem leikhorn eða skrifstofurými.
Útgengt er á stórar þaksvalir frá efri hæðinni. Svalahurð út á þaksvalir var endurnýjuð.
Bílskúrinn er með nýlegri bílskúrshurð með opanara. Bílskúrinn er flísalagður einnig með hita í gólfi. Gert er ráð fyrir vask í bílskúr, einnig er gert ráð fyrir heitum potti sem búið er að leggja fyrir undir sólpallinn. Útgengt er frá bílskúr út á baklóð á nýlegan sólpall sem er við húsið. Rafmagnstafla var færð út í bílskúr til að koma fyrir sturtu á gesta baðherberginu á neðri hæð hússins.
Nýlegur sólpallur er á milli hússins og bílskúrs, hægt er að loka pallinum frá garðinum með hliði. Gert er ráð fyrir heitum potti á sólpalli, allar lagnir eru til staðar.
Verið er að leggja lokahönd á að endurnýja þakpappa og þakjárn á húsinu ásamt því að mála síðustu umferðina yfir ný múrað húsið.
Hér er einstakt tækifæri til að eignast mikið endurnýjað hús sem er viðhaldslétt næstu árin.
Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á steinunn@dixon.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. ágú. 2021
47.450.000 kr.
36.000.000 kr.
172.6 m²
208.575 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025