Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
einbýlishús

Kotra 13

605 Akureyri

125.900.000 kr.

756.611 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2512583

Fasteignamat

86.300.000 kr.

Brunabótamat

113.300.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2024
svg
166,4 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Kotra 13 - Skemmtilegt 4ra herbergja einbýlishús á einni hæð á 2.319 m² útsýnislóð í Vaðlaheiðinni - stærð 166,4 m²

Húsið er timburhús, byggt árið 2024 með Clt einingum ofan á steypta plötu og klætt með Lunawood klæðningu og dökk grárri álklæðningu.
Húsið er teiknað að Valbirni Vilhjálmssyni, m2hús ehf.


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu í opnu rými, gang, baðherbergi, þvottahús, tvö barnaherbergi (annað skráð sem geymsla á teikningum) og hjónaherbergi með fataherbergi og geymslu sem hægt væri að breyta í baðherbergi.

Forstofa og gangur eru með sjónfloti á gólfi og innfelldri lýsingu í loftum. 
Eldhús, dökk viðarlituð innrétting og eyja með mjög góðu skápa- og bekkjarplássi. Ísskápur og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar. 
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými þar sem gólfi eru með sjónfloti og innfelld lýsing er í loftum. Í stofu og borðstofu eru gólfsíðir gluggar og rennihurð til suðurs út á steypta verönd. 
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi og hluta veggja, dökkri viðarlitaðri innréttingu, upphengdu wc, rúmgóðri walk-in sturtu með innfelldum tækjum og opnanlegum glugga.
Svefnherbergin eru þrjú, þar af er eitt skráð sem geymsla á teikningum. Stærð herbergja er skv. teikningum 12,7 m². Þar eru opnir fataskápar, innfelld lýsing í loftum, gólfsíðir gluggar og hurð út á verönd. Hjónaherbergið er innst á ganginum, skráð 13,0 m² að stærð auk fataherbergis 7,9 m² að stærð. Gólfsíðir gluggar eru í hjónaherberginu og hurð út á verönd. Í fataherberginu eru hvítir opnir skápa. Til hliðar úr fataherberginu er óinnréttað rými en þar er gert ráð fyrir baðherbergi.
Þvottahús er við hliðina á forstofunni, þar er lakkað gólf og opnanlegur gluggi. 

Annað
- Gólfhiti er í húsinu. 
- Sjónflot er á helstu rýmum í húsinu
- Innfelld led lýsing er í loftum og í þakskyggni.
- Útgengt er úr öllum svefnherbergjum og borðstofu út á verönd. 
- Um 90 m² steypta verönd er með suður og vesturhlið hússins. Hitalagnir eru í allri veröndinni, lokað kerfi og heitur pottur. 
- Veglegt þakskyggni nær yfir stóran hluta af veröndinni og setur skemmtilega svip á húsið. 
- Eignarlóð, skráð 2.319 m² að stærð. 
- Eignin er í einkasölu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone