F. Afhending eignarinnar

Fasteigninni ber að skila á umsömdum degi hreinni og snyrtilegri og flyst á þeim tímapunkti áhættan af eigninni frá seljanda yfir á kaupanda. Æskilegt er að kaupandi og seljandi hittist við afhendinguna og yfirfari eignina en hana á að afhenda í því ástandi sem samið hefur verið um. Varðandi fylgifé seldra eigna er fjallað um það í kauptilboði og kaupasmningi, mikilvægt er sé einhver vafi hvort tiltknir hlutir séu fylgifé að semja um það. Seljandi á að vera búinn við afhendingu að láta lesa af rafmagns- og hitaveitumælum og tilkynna nöfn nýrra greiðenda. Þá á seljandi að vera búinn að tilkynna húsfélagi um nýjan félagsmann.