Fasteignir.is – notkunarskilmálar
1. Fasteignir.is er fasteignaleitarvefur í eigu Félags fasteignasala til notkunar öllum löggiltum fasteignasölum án endurgjalds. Vefurinn byggir á ströngum stöðlum um gæði og öryggi fyrir notendur vefsins. Nauðsynlegt er að allra skilyrða skv. lögum og siðareglum FF sé gætt við sölumeðferð eigna á vefnum til verndar fyrir notendur vefsins.
2. Í vefráði fasteignir.is sitja fimm félagsmenn í Félagi fasteignasala.
3. Félagsmenn Félags fasteignasala hafa heimild að setja inn á myndasvæði fyrir neðan hverja fasteign sem þeir auglýsa mynd af sér auk kynningar að viðkomandi sé félagsmaður innan Félags fasteignasala. Neytendur hafa ávallt möguleika að leita til FF með fyrirspurnir er varða milligöngu eigna sem auglýstar eru af félagsmanni innan FF.
4. Við gerð lýsingar á eignum skal vandað til verka. Áríðandi er að nýta á réttan hátt flokkunarmöguleika vefsins svo upplýsingar um eignina skili sér sem best til notenda þ.e. Fasteignir til sölu, Fasteignir til leigu, Fyrirtæki til sölu og Skip og bátar til sölu.
5. Fasteignasölum er nauðsyn að fylgjast vel með öllum tilkynningum sem FF sendir félagsmönnum og varða fasteignir.is auk mikilvægra tilkynninga sem FF sendir reglulega og varða skyldur fasteignasala gagnvart neytendum. Fasteignasalar skulu umgangast vefinn þannig að sómi sé af.
6. Á myndasvæði vefsins skal aðeins birta ljósmyndir eða teikningar af viðkomandi eign sem auglýst er. Heimilt er að setja logo fasteignasölu á myndirnar á látlausan hátt en annað ekki.
7. Fasteignir.is er heimilt að nýta þær myndir og upplýsingar af eignum sem birtar eru á fasteignavefnum til málefnalegra nota svo sem til verðmata fyrir fasteignasala og skyldna gagnvart peningaþvættisathugunum auk upplýsingagjafar fyrir almenning m.a. við kaup fasteigna. Öll notkun annarra aðila á gögnum fasteignir.is eru óheimil nema með skriflegu leyfi fasteignir.is.
8. Þegar eign er auglýst á fasteignir.is skal tryggja að fagleg og siðferðileg viðmið séu höfð að leiðarljósi við milligöngu auglýstrar eignar.
9. Ef brotið er gegn umgengnisreglum þessum skal senda fasteignasala viðvörun og skal viðkomandi leiðrétta skráningu fyrir lok næsta virka dags. Að öðrum kosti er heimilt að fjarlægja auglýsinguna af vefnum.