Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Auður Sigr Kristinsdóttir
Páll Guðjónsson
Ólafur Tryggvason Thors
Vista
fjölbýlishús

Bakkastígur 5

101 Reykjavík

350.000 kr.

6.567 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2000275

Fasteignamat

45.200.000 kr.

Brunabótamat

28.030.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1912
svg
53,3 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignasalan BÆR & Auður Kristinsdóttir löggiltur fasteignasali kynna: fallega 3ja herbergja íbúð með sér inngangi á Bakkastíg 5. Íbúðin leigist með húsgögnum. Skráður leigusamningur. Íbúðin er laus 16 ágúst og leigist til 1 júní 2026. Tilvalið fyrir námsmenn.

Nánari lýsing:
Gengið er inn bakatil með sérinngangi. Tvær tröppur niður.
Flísalagt anddyri með rúmgóðum manngengum fataskáp innaf. Þá tekur við gangur, sem leiðir fyrst til herbergja sitt hvorum megin og síðan til baðherbergis og þvottahúss og endar loks í opnu rými með eldhúsi og stofu. Á ganginum eru gólfflísar og opna rýminu er plastparket. Eldhúsið er með opinni innréttingu með steinplötu, uppþvottavél & barborði með sæti fyrir þrjá. Stærra herbergið er með gólfdúk, góðum fataskápum og queen stærð hjónarúmi. Minna herbergið er með gólfdúk, litlum fataskáp og 120 cm rúmi. Baðherbergið er lítið með flísum á gólfi og í sturtuhorni, einnig lítil innrétting. Þvottahúsið er með hitagrind hússins, en er sér þvottahús fyrir þessa íbúð.
Garðurinn er snyrtilegur með háu grindverki, palli á hluta, grasi á hluta og gróðri á hluta. 
 
Skráður leigusamningur, hægt að fá húsaleigubætur.
Ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn & þvottavél fylgir. Góð rúm í herbergjum með vönduðum heilsudýnum fylgja. Í stofu er sófi, borð, kommóða og sjónvarp. Barstólar, aukaborð og stólar fylgja í eldhúsi. Í eldhúsi er einnig borðbúnaður fyrir 6 manns; diskar, glös, hnífapör, áhöld og pottar. Ljós og gardínur fylgja. Flest heimilistæki eru nýleg. 
Leiga er 350 þús/mán. Hússjóður er innifalinn.
Óskað er meðmæla og tryggingar. Trygging er 2ja mánaða leiga greidd inn á bankareikning. 
Leigan verður ekki tengd neysluverðsvísitölu.

Allar nánari upplýsingar gefur Auður á audur@fasteignasalan.is. Vinsamlega gefið upplýsingar um heimilisfólk, atvinnu/skóla ásamt aldri. Ekki gleyma símanúmeri hjá tengilið.
Íbúðin verður aðeins sýnd völdum aðilum. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma.
Athugið að kortavefsjáin virðist benda á rangt hús, öfugu megin við Mýrargötuna. Bakkastígur liggur á milli Mýrargötu og Nýlendugötu, rétt ofan við gömlu höfnina í vesturbæ Reykjavíkur.
  

img
Auður Sigr Kristinsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignasalan Bær
Skútuvogur 10F, 104 Reykjavík
Fasteignasalan Bær

Fasteignasalan Bær

Skútuvogur 10F, 104 Reykjavík
img

Auður Sigr Kristinsdóttir

Skútuvogur 10F, 104 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. feb. 2010
12.250.000 kr.
15.700.000 kr.
73.3 m²
214.188 kr.
3. sep. 2007
11.951.000 kr.
15.800.000 kr.
73.3 m²
215.553 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasalan Bær

Fasteignasalan Bær

Skútuvogur 10F, 104 Reykjavík

Auður Sigr Kristinsdóttir

Skútuvogur 10F, 104 Reykjavík