Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1947
106 m²
4 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Til leigu!
Glæsileg hæð í reisulegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Húsinu hefur verið haldið mjög vel við og íbúðin hefur verið fallega uppgerð í takt við tíðaranda hússins. Eldhús, baðherbergi og hluti gólfefna hafa nýlega verið endurnýjuð. Um er að ræða eign í rólegri og fallegri götu í Þingholtunum og stutt því í allt sem miðbærinn hefur uppá að bjóða, ásamt allri helstu þjónustu t.d. sund, skóla og leikskóla.
Íbúðin er um 100 fm. björt og opin og skiptist í anddyri, eldhús,baðherbergi, stórt svefnherbergi og þrjár stofur (ein notuð sem svefnherbergi).
Tvennar svalir eru og snúa stærri svalirnar til suðurs.
Anddyri: Rúmgott fatahengi og linolium dúkur á gólfi.
Eldhús: Opið á móti stofu, með tvískiptri nýlegri innréttingu sem er annars vegar spónlögð með eik og hins vegar lökkuð. Öll tæki eru vönduð frá Siemens, keypt 2019/2020. Í eldhúsi er innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Stór gluggi með fallegu útsýni. Inn af eldhúsi er lítil aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, geymslupláss og upphengdar snúrur. Gluggi með opnanlegu fagi er í þvottaaðstöðu. Linoleum dúkur er á gólfi í eldhúsi.
Stofur: Fallegt gegnheilt olíuborið eikarparket sem er lagt í fiskibeina mynstur og upprunalegar franskar rennihurðir með gleri eru á milli stofanna. Frá stofunni, sem nú er nýtt sem borðstofa, er útgengt út á nýjar rúmgóðar steyptar svalir sem snúa til suðurs, þaðan er fallegt útsýni yfir Þingholtin og sjávarsýn í fjarska. Í dag er ein stofan nýtt sem svefnherbergi og þar er innbyggt fatahengi með hillu. Allar stofurnar eru með fallegum stórum gluggum.
Hjónaherbergi: Eikarparket lagt í fiskibeinamunstur og opinn fataskápur. Í herberginu eru tveir fallegir gluggar.
Baðherbergi: Nýlega uppgert með gegnheilum terrazzo marmara flísum á gólfi og veggir flísalagðir í kringum baðkar. Gólfhiti er í gólfi en einnig er pottofn í rýminu, upphengt salerni, vegghengd stór handlaug og fyrir ofan hana er innbyggður speglaskápur. Baðkar er með sturtu og óbein led lýsing er fyrir ofan baðkarið. Einnig er gott geymslurými með hillum og gluggi með opnanlegu fagi.
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is
Glæsileg hæð í reisulegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Húsinu hefur verið haldið mjög vel við og íbúðin hefur verið fallega uppgerð í takt við tíðaranda hússins. Eldhús, baðherbergi og hluti gólfefna hafa nýlega verið endurnýjuð. Um er að ræða eign í rólegri og fallegri götu í Þingholtunum og stutt því í allt sem miðbærinn hefur uppá að bjóða, ásamt allri helstu þjónustu t.d. sund, skóla og leikskóla.
Íbúðin er um 100 fm. björt og opin og skiptist í anddyri, eldhús,baðherbergi, stórt svefnherbergi og þrjár stofur (ein notuð sem svefnherbergi).
Tvennar svalir eru og snúa stærri svalirnar til suðurs.
Anddyri: Rúmgott fatahengi og linolium dúkur á gólfi.
Eldhús: Opið á móti stofu, með tvískiptri nýlegri innréttingu sem er annars vegar spónlögð með eik og hins vegar lökkuð. Öll tæki eru vönduð frá Siemens, keypt 2019/2020. Í eldhúsi er innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Stór gluggi með fallegu útsýni. Inn af eldhúsi er lítil aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, geymslupláss og upphengdar snúrur. Gluggi með opnanlegu fagi er í þvottaaðstöðu. Linoleum dúkur er á gólfi í eldhúsi.
Stofur: Fallegt gegnheilt olíuborið eikarparket sem er lagt í fiskibeina mynstur og upprunalegar franskar rennihurðir með gleri eru á milli stofanna. Frá stofunni, sem nú er nýtt sem borðstofa, er útgengt út á nýjar rúmgóðar steyptar svalir sem snúa til suðurs, þaðan er fallegt útsýni yfir Þingholtin og sjávarsýn í fjarska. Í dag er ein stofan nýtt sem svefnherbergi og þar er innbyggt fatahengi með hillu. Allar stofurnar eru með fallegum stórum gluggum.
Hjónaherbergi: Eikarparket lagt í fiskibeinamunstur og opinn fataskápur. Í herberginu eru tveir fallegir gluggar.
Baðherbergi: Nýlega uppgert með gegnheilum terrazzo marmara flísum á gólfi og veggir flísalagðir í kringum baðkar. Gólfhiti er í gólfi en einnig er pottofn í rýminu, upphengt salerni, vegghengd stór handlaug og fyrir ofan hana er innbyggður speglaskápur. Baðkar er með sturtu og óbein led lýsing er fyrir ofan baðkarið. Einnig er gott geymslurými með hillum og gluggi með opnanlegu fagi.
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
20. jún. 2022
70.350.000 kr.
94.000.000 kr.
106 m²
886.792 kr.
5. apr. 2019
78.650.000 kr.
60.500.000 kr.
134.9 m²
448.480 kr.
20. okt. 2008
27.545.000 kr.
32.000.000 kr.
134.9 m²
237.213 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025