












Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallegt sumarhús á 5.871 fm leigulóð á skipulögðu sumarhúsasvæði í Reykjaskógi. Hitaveita, heitur pottur.
Sjá staðsetningu hér: https://ja.is/kort/?type=aerial&x=427137&y=417943&nz=12.00&page=1&q=h%C3%B3lavegur%202&d=hopun%3Ad2f771a8-2146-4904-8bb3-66f90441b9e5
Til sölu fallegt sumarhús á stórri leigulóð í Reykjaskógi sem er í landi Efri-Reykja Bláskógabyggð. Húsið er skráð 50,4 fm. hjá fasteignaskrá ríkisins. Útihús (geymsla og svefnherbergi) er skráð 8,8 fm. en var stækkað og er í raun um 14,5 fm. Heildarstærð er því um 64,9 fm, þó svo að skráð stærð sé 59,2 fm.Forstofa með fatahengi. Snyrting við forstofu. Stór stofa og borðstofa og eldhúskrókur í sama rými. Tvö parketlögð svefnherbergi eru í húsinu og þriðja svefnherbergið er í útihúsi sem er upphitað með rafmagsofni. Fataskápar eru í svefnherbergjum. Baðherbergi með dúk á gólfi og þar er hafin undirbúningur við að setja upp sturtuklefa sem er ósamsettur en getur fylgt með. Stofan er með góðri lofhæð, parketi á gólfi og útgengi á suðurverönd. Ísskápur og uppþvottavél fylgja ásamt nýrri eldavél og uppþvottavél. Stórir og góðir pallar eru umhverfis húsið. Heitur pottur er við húsið. Lóðin er 5.871 fm leigulóð kjarri vaxin. Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Nýlega var þak málað og viðgert en komin er tími á að bera á húsið að utan sem og bera vörn á pall.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is