Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2022
80 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Vel skipulögð og snyrtileg 80 fm fjögurra herbergja íbúð í nýlegu lyftuhúsi staðsett í hjarta Hveragerðis. Eignin er á svokölluðum Edenreit, miðsvæðis í Hveragerði. Lóð og bílastæði frágengin og snyrtileg. Stutt í skóla, verslun og almenna þjónustu.Eignin telur forstofu, alrými með eldhúsinnréttingu og stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 56.550.000- Eignin er laus við kaupsamning.
Nánari lýsing:
Gengið er beint um sérinngang, en einnig er lyfta í húsinu utanáliggjandi sem tengist svalagangi og kjallara þar sem eru geymslur.
Forstofan er opin og björt með flísum á gólfi og leiðir þig inní aðalrými íbúðarinnar.
Í opnu rými er stofa, borðstofa og eldhús með útgengi á hellulagða verönd.
Eldhúsið er sérsmíðað með vönduðum heimilistækjum frá Ormsson, AEG fjölvirkur blástursofn, 60 cm helluborð með fjórum spansuðuhellum. Samsung uppþvottavél og kæliskápur með frysti í innréttingu.
Þrjú góð svefnherbergi eru í íbúðinni, hjónaherbergi sem er bjart og rúmgott með góðum skápum ásamt tveimur barnaherbergjum með skápum. Möguleiki er að stækka stofuna með því að fórna öðru herberginu.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og nettri innréttingu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og stórri og sturtu. Vélrænt útsog. Vegghengt salerni, handlaug með einnar handar GROHE blöndunartæki. Gólfhiti er á baðherbergi.
Íbúðinni fylgir 4,8 geymsla í kjallara sem er inní fermetratölu eignar.
Gólfefni íbúðar eru parket og flísar.
Við húsið er utanáliggjandi lyfta sem tengist svalagangi sem er við húsið frá kjallara og uppúr.
Húsið er byggt árið 2022 og er aðalverktaki Jáverk. Edenmörk 5 er þriggja hæða fjölbýli ásamt geymslum og hjóla/vagnageymslu í kjallara. Miðsvæðis er leiksvæði og sælureitur með litlum gróðurhúsum sem íbúar geta fengið að njóta góðs af.
Nánari upplýsingar veitir:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-0968 eða unnar@eignamidlun.is.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
25. nóv. 2021
1.995.000 kr.
46.000.000 kr.
80 m²
575.000 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025