Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Þórey Ólafsdóttir
Vista
parhús

Ásbúð 81

210 Garðabær

186.500.000 kr.

724.553 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2069212

Fasteignamat

146.250.000 kr.

Brunabótamat

112.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1976
svg
257,4 m²
svg
8 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
Opið hús: 10. september 2025 kl. 17:00 til 17:30

Opið hús: Ásbúð 81, 210 Garðabær. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 10. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Lýsing

Glæsilegt mikið endurnýjað parhús með aukaíbúð, tvöföldum bílskúr og stórri suðurverönd við Ásbúð 81, Garðabæ
Lind fasteignasala / Hrafntinna Mjöll Geirdal, nemi í lögg. fasteignasala / Guðmundur Hallgrímsson, lögg. fasteignasali, kynna:
Vandað og rúmgott parhús á tveimur hæðum, alls 257,4 m², með tvöföldum 36,5 m² bílskúr og sér aukaíbúð á neðri hæð.
Eignin stendur í fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu.

Húsið hefur verið mikið endurnýjað bæði að innan og utan á síðustu árum, á smekklegan og vandaðan hátt.
Smellið hér til að sjá myndband af eigninni.

Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Anddyri: Komið er inn í rúmgott andyri með flísum á gólfum með góðu skápaplássi.
Þvottahús: Flísar á gólfi, innrétting og vélar í vinnuhæð. 
Efri hæð:
Stofa: Gengið er upp fallegan stiga með klassísku og stílhreinu útliti sem leiðir inn í bjart og rúmgott opið rými með glæsilegu fiskibeinaparketi sem sett var 2025 á allra efri hæðina.  Rýmið samanstendur af sjónvarpshorni, borðstofu og notalegri setustofu. Gengið er út á verönd og garð útfrá stofu.
Eldhús: Vandaðar sérsmíðaðar viðarinnréttingar eru á eldhúsi með miklu skápaplássi og góðu vinnurými. Nýr Silestone kvarts steinn var settur á eldhúseyjuna árið 2024. Eldhústæki frá AEG.
Verönd: Gengið er út á glæsilegan 45 fermetra pall til suðurs ásamt hitaveitupotti frá Trefjum með snjallstýringu. Garðurinn er lokaður allan hringinn með grindverki. Innbyggð lýsing er á palli og grindverki.
Hjónaherbergi:  Rúmgott herbergi með parketi á gólfi, útgengi er út á svalir með fallegu útsýni.
Svefnherbergi ll : Parket á gólfi, notað sem fataherbergi í dag, en hægt að nýta það í allt mögulegt.
Svefnherbergi III: Parket á gólfi, í dag notað sem skrifstofa. 
Svefnherbergi IV: Parket á gólfi, stórum fataskáp, notað í dag sem barnaherbergi.
Baðherbergi:  Baðherbergi endurnýjað 2024, flísalagt í hólf og gólf, hiti í gólfi, upphengt innbyggt salerni, walk-in sturta, niðurfellt loft með innbyggðri viftu, innbyggð handlaugar/blöndunartæki og danskar innréttingar frá Álfaborg. 
Bílskúr: Tvöfaldur 36,5 fermetra bílskúr. Lagt var Epoxy á gólf og heilmálaður 2024. Báðar hurðar endurnýjaðar fyrir 4 árum.
Plan: Bílaplan var steypt 2024 og lokað hitakerfi sett í planið. Bílastæðið rúmar vel fyrir 4 bíla. Sérhönnuð lýsing gengur upp með öllu planinu. Rafmagnshleðslustöð fyrir rafbíl sett upp við bílskúr 2024.
Aukaíbúð:
Sérinngnagur er að íbúðinni. 
Þvottahús: Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. 
Baðherbergi 
Stofa/borðstofa og eldhús er samliggjandi í opnu rým með parketi á gólfi.
Eldhús opið við stofu með nýlegri hvítri innréttingu.
Svefnherbergi er rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Ath að búið er að breyta skipulagi eignar frá samþykktum teikningum.
Seljandi er tengdur starsmanni Lindar Fasteignasölu fjölskylduböndum.

Viðhald / framkvæmdir: 
  • Húsið allt málað 2022
  • Þakið málað 2025
  • Allir gluggar málaðir að utan 2025
  • Allt gólfefni skipt um 2025
  • Nýr Silestone kvarts steinn á eldhúseyjuna 2024
  • Baðhergbergið allt tekið í gegn 2024, með hita í gólfi.
  • 150m2 steypt bílaplan með lokuðu hitkerfi 2024
  • Nýtt gólf gras 170m2 lagt 2024
  • Gerður 45m2 pallur ásamt hitaveitupotti með snjallstýringu settur 2024
  • Bílskúr málaður og sett epoxy gólf 2024
  • Rafhleðslustöð sett 2024
  • Aukaíbúð með sérinngangi búin til, tæpir 55m2.
Allar frekari upplýsingar um eignina veita:
Hrafntinna Mjöll Geirdal nemi í lögg. fasteignasala í síma 868-2016 / Hrafntinna@fastlind.is

Guðmundur Hallgrímsson, löggiltur fasteignasali í síma 8985115 / Gudmundur@fastlind.is
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Hafðu samband og við verðmetum eignina þína að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
• Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% (fyrstu kaup), 0,8% (einstaklingar) og 1,6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
• Lántökugjald af veðskuldabréfi – mismunandi eftir lánastofnunum. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
• Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
• Umsýslugjald til fasteignasölu – kr. 74.900.









 

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. sep. 2023
135.600.000 kr.
138.000.000 kr.
257.4 m²
536.131 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone