












Lýsing
Tilbúin til afhendingar kaupsamning - bókið skoðun - sýnum samdægurs !
Dalsmúli 1. Íbúð 201. Vel skipulögð og björt 59,7 fm, tveggja herbergja íbúð á annarri hæð. Sjá sölusíðu -> Orkureiturinn
Orkureiturinn er skipulagður og hannaður með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á endurnýtingu orku og blágrænar ofanvatnslausnir. Á byggingartíma er lögð áhersla á endurvinnslu byggingarefnis, jarðvegs og gróðurs á svæðinu. Skipulag reitsins er það fyrsta í Reykjavík sem vottað er af BREEAM vistvottunarkerfinu og hefur það fengið einkunina Excellent.
Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Ingimundarsson lögg. fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is
Eignin skiptist í forstofu með góðu skápaplássi. Inn af forstofu er baðherbergi er með sturtu og fallegri innréttingu. Þvottaaðstaða er inni á baðherbergi. Eldhús er með fallegri innréttingu og er opið inn í rúmgott alrými, þar sem einnig eru stofa og borðstofa. Mjög rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum er inn af alrými. Útgengt er á svalir til norðvesturs út af alrými
Íbúðin afhendist með vönduðum innréttingum frá Nobila (sölu- og þjónustuaðili: GKS) innrétttingarþema sem ákveðin hafa verið af innanhússarkitekt verkefnisins, Rut Káradóttir er R2 - Sandur
Hver íbúð er útbúin loftræstikerfi með varmaendurvinnslu. Allt loft sem fer í gegnumkerfið er síað og er því minna af svifryki og frjókornum í íbúðunum en ella.
Nýjar lausnir – betri hljóðvist
Á Orkureitnum hefur sérstaklega verið hugað að góðri hljóðvist. Hver íbúð er útbúin sínu eigin loftræstikerfi, sem þýðir að ekki þarf að opna glugga til að fá gott loft inn. Það dregur verulega úr hljóðmengun frá nærliggjandi umferðargötum, sem hefur mikil og jákvæð áhrif á alla hljóðvist innandyra.
Þá er allur frágangur húsanna afar vandaður og allir gluggarnir álagsprófaðir. Íbúar geta því treyst á að gluggarnir séu þéttir, sem gerir það að verkum að hljóð berst síður inn frá umhverfinu.
Ætlunin er að allar íbúðirnar á Orkureitnum hljóti Svansvottun, en til þess þurfa þær að standast ítarleg próf þar sem gerðar eru strangar kröfur um hljóðvist innandyra, enda er góð hljóðvist einn af lykilþáttunum í góðri innivist og þar með vellíðan og lífsgæðum íbúa.
Kynntu þér Orkureitinn og bókaðu skoðun
Nánari upplýsingar veita Ingimundur Ingimundarsson lögg. fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is og Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is