Lýsing
LANDMARK fasteignamiðlun ehf. kynnir í einkasölu:
Glæsilegt hönnunarraðhús við Hvassaleiti í Reykjavík komið á sölu. Húsið var byggt árið 1962 og hannað af Gunnari Hanssyni sem var í senn klassískur og frumlegur arktitekt en notagildi og náttúruleg lýsing hússins eru eftirtektarverð. Hvassaleiti 109 er einstaklega fallegt og vel skipulagt 228,3 fm. raðhús sem telur fjórar hæðir á pöllum. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðsutu árum á glæsilegan máta. 5 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi og gestasnyrting. Fallegur garður, harðviðarpallur og heiturpottur. 2 bílastæði við eignina með hitalögn undir. Öll helsta þjónusta í göngufæri, verslun, skólar o.fl. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl.
Helstu atriði sem hafa verið endurnýjuð á síðustu 4 árum:
Nýtt eldhús og ný eldhústæki
Nýtt hellulagt plan með hitalögn
Nýjar tröppur við anddyri með hitalögn
Nýr dúkur á þaki
Nýr lerkipallur, skjólveggir og heitur pottur
Innfelld lýsing í anddyri og eldhúsi og ný loft
Nýtt eikar stafaparket á meirihluta eignar
Gólf hiti í eldhúsi og borðstofu
Ný dregið rafmagn, tvær nýjar rafmagnstöflur
Raflögn fyrir rafmagnsbíl
Nýtt gler að hluta
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fasteignasali.
Nánari lýsing:
Anddyri: Komið inn í rúmgott anddyri með snyrtingu. Innfelld lýsing í lofti.
Hol: Nýtist vel sem sjónvarpshol eða vinnuaðstaða. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Tvö rúmgóð á neðri hæð. Einnig er herbergi í kjallara með sérinngangi. Frá hjónaherbergi er útgengt í bakgarð og er það herbergi með stórum fataskápum. Bakgarður: Harðviðarpallur með skjólgirðingu og heitum potti.
Baðherbergi: Við anddyri er gestasnyrting og á herbergjahæð er baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu. Skápainnrétting undir handlaug. Flísalagt gólf og veggir.
Stofa / Borðstofa: Stórar og bjartar með mikilli lofthæð. Bætt var við stofu með því að byggja yfir stórar svalir en sá hluti er parketlagður og með opnanlegum gluggum er vísa út að garði um er að ræða rúmlega 20 fm rými. Þessu rými hefur verið smekklega breytt í 2 svefnherbergi. Milli borðstofu og stofu er glæsilegur arinn hannaður af Gunnari Einarssyni innanhússarkitekt. Fallegur viðarpanell í lofti. Parket á gólfi.
Eldhús: Glæsileg nýleg innrétting. Vönduð tæki frá Siemens. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur / frystir. Innfelld lýsing í lofti. Parket á gólfi.
Kjallari: Stór hluti kjallarans var nýttur sem unglingaherbergi. Einnig er þar þvottahús.
Bílskúr: Skráður tæplega 22 fm að stærð og er með köldu og heitu vatni. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat