












Lýsing
Miklaborg kynnir: Sumarhús á tæplega 1 ha eignarlandi í landi Ketilsstaða, Rangárþingi Ytra. Um heilbjálkahús er að ræða sem hefur verið klætt að utan og einangrað. Neðri hæð er 76 fm að stærð og til viðbótar er svefnloft ca. 30. Á gólfum neðri hæðar er 28 mm gólffjalir. Húsið er á steyptri plötu með gólfhita. Heitt og kalt vatn tengt við hús.
Stofa og eldhús eru í stóru opnu rými, ágæt eldhúsinnrétting. Stofa er með útgöngudyr á pall en hann hefur ekki verið settur upp á þeirri hlið. Tvö mjög stór herbergi ásamt fyrrnefndu svefnlofti. Baðherbergi er með sturtu.
Hér má sjá staðsetningu hússins. Víðsýnt útsýni er frá bústaðnum, m.a. Langjökull.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn löggiltur fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is