Upplýsingar
Byggt 2008
288,6 m²
7 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Útsýni
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955
Krókeyrarnöf 9
Mjög gott einbýlishús sem staðsett er á útsýnisstað við Krókeyrarnöf. Í húsinu sem er að hluta til á tveimur hæðum eru fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö fullbúin baðherbergi, 75 fm. steyptur pallur til suðurs þar sem er heitur pottur, rúmgóð stofa með útsýnis gluggum til austurs og rúmgóð borðstofa. Flísar eru á öllum gólfum eignarinnar, gólfhiti í gólfum og innfelld lýsing í öllum rýmum utan þvottahúss og bílskúrs. Um er að ræða vandaða og góða eign sem teiknuð er af Loga Einarssyni, arkitekt.
Eignin skiptist í á efri hæð, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, tvær stofur, auk þvottahúss, forstofu og bílskúrs. Neðri hæð skiptist í sjónvarpshol, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Efri hæð:
Forstofa er rúmgóð þar er góður fataskápur.
Eldhús er í opnu rými, þar er innrétting með granítborðplötu, Miele tækjum og þaðan er gengið á pall til suðurs.
Borðstofa er rúmgóð þar eru útsýni til suðurs og austurs.
Stofa er einnig rúmgóð þar er aukin lofthæð einhallandi loft og stórir útsýnisgluggar til austurs.
Baðherbergi er með góðri innréttingu, granít á borðplötu, baðkar og góð sturta. Af baðherbergi er gengið út á sólpall til suðurs og beint að heitum potti.
Hjónaherbergi er með góðum fataskápum og útgengt um rennihurð á pall.
Svefnherbergi er um 12 fm. að stærð og þaðan er útgengt á pall. Herbergið er án skápa og er merkt geymsla á teikningu.
Þvottahús er rúmgott þar eru innrétting fyrir þvottavél og þurrkara, mikið geymslupláss í skápum auk hefðbundinnar þvottahúsinnréttingar.
Bílskúr tengist þvottahúsi, inngangur í hann er á norðurhlið og rafknúin bílskúrshurð til vesturs. Bílaplan fyrir framan gerir ráð fyrir tveimur bílastæðum.
Neðri hæð:
Sjónvarpshol er á hæðinni með útgöngu á lóð til suðurs.
Svefnherbergi eru tvö, bæði rúmgóð með skápum.
Baðherberbergi er með sturtu og innréttingu í kringum vask, granítsteinn á borðplötu
Opið vinnuherbergi er undir og við stiga milli hæða.
Undir aðalinngangi er 6 fm opin útigeymsla
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955