Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Vista
lóð

Lómatjörn

616 Grenivík

190.000.000 kr.

661 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2160824

Fasteignamat

53.090.000 kr.

Brunabótamat

210.770.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
287648,5 m²
svg
0 herb.

Lýsing

Fasteignamiðstöðin kynnir jörðina Lómatjörn Grýtubakkahreppi, nánar tiltekið eign með fasteignanúmer F2160824 og landeignanúmer L153066 ásamt
öllu sem eigninni fylgir og fylgja ber.

Búið hefur verið á Lómatjörn um aldir. Hér er um að ræða áhugaverða vel um gengna jörð í fallegri sveit með marga nýtingarmöguleika.
Jörðin er staðsett milli jarðanna Ness, Grundar og Hléskóga og á land upp á fjallsegg ofan við Lómatjarnarhnjúk og Blámannshnjúk,  
Akstursfjarlægð frá Lómatjörn til Akureyrar um 30 km.

Byggingar, íbúðarhús 155 m2 byggt 1924, 1932 og 1959  8 herbergi eru í húsinu, 2 stofur, 6 svefnherbergi, 2 baðherbergi. Það er hitaveita og nýir gluggar að mestu.
Hlöður 953 m3 byggðar 1946 og 1956. Fjárhús fyrir 480 fjár, byggt 1974. Votheysturn 150 m3 byggður 1966. Geymslur 242 m2 byggðar 1946 og 1952 Kartöflugeymsla 675 m3 byggð 1982. Minkahús fyrir 250 minka byggt 1979 nú geymsla. Geymsla 181 m2 byggð 1948.  Ræktað land 28,5 hektarar. Kartöflugarðar um 17 hektarar.
Kúabúskapur lagðist af 1972. Einnig var loðdýrarækt lögð niður. Árið 2014 var fjárbúskapur lagður niður en húsin nýtt áfram.
Áhersla hefur verið lögð á kartöflurækt með góðum árangri og er hún veruleg. Einnig hefur verið ferðaþjónusta á árunum 2013 til 2023.

Jörðin er seld án bústofns véla og án framleiðsluréttar.


Myndband af jörðinni
 
Tilvísunarnúmer 10-2723

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000 / 8926000
tölvupóstfang:  fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is            
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár,
til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur