Lýsing
Miklaborg kynnir:
Fallegt og vandað sex hæða lyftuhús á frábærum stað í Holtunum í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur. Eignirnar eru afhentar fullbúnar með fallegu harðparketi frá Agli Árnasyni og vönduðum sérsmíðum innréttingum frá Sérverk. Afhending í október/nóvember 2024. Traustur byggingaraðili: Sérverk ehf síðan 1991.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is
Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is
Íbúð 205
Vel skipulögð og björt 77,7 fm, þriggja herbergja íbúð á annarri hæð.
Eignin skiptist í forstofu með fataskáp. Tvö góð svefnherbegi með skápum. Inn af forstofu er baðherbergi með sturtu og fallegri innréttingu. Eldhús er með fallegri sérsmíðaðri innréttingu og eldhúseyju. Frá eldhúsi er opið inn í rúmgott alrými, þar sem einnig eru stofa og borðstofa. Úr alrými útgengt út á yfirbyggðar svalir með opnanlegum svalalokunum. Þvottahús inn af eldhúsi með flísum á gólfi og skolvask. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og fallegt Pergo parket á öðrum góflum. Allar íbúðir eru með gólfhita.
Þverholt 13 er staðsteypt hús, einangrað að utan og klætt með fallegum ljósum flísum. Skjólsöm baklóð og bílakjallari en hægt er að kaupa sér stæði með flestum íbúðum. Stutt er í alla þjónustu og göngufæri við miðbæ Reykjavíkur.
Sjá sölusíðu hér með teikningum og skilalýsingu.
Byggingaraðili er Sérverk ehf var stofnað árið 1991 og er þekkt fyrir vönduð og góð vinnubrögð.