Lýsing
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir 104,6 fm mikið endurnýjaða 4 herbergja íbúð á efri hæð með sérinngangi og tvennum svölum við Langholtsveg 165A, 104 Reykjavík. Í fallegu grónu hverfi stutt er í helstu þjónustu.
Eignin skiptist í hol, 3 svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, Þvottahús, geymslu og sameign.
Sérinngangur/forstofa: Teppalagður stigi upp á hæð, fatahengi og smá forstofa. Stofa/borðstofa/sjónvarpsherbergi: Rúmgóð, stein á gólfi, opið er inn í eldhús og sjónvarpsherbergi.
Eldhús: Hefur verið endurnýjað með stórum IKEA innréttingum , nýjum vask, ofn, helluborði og uppþvottavél. Svefnherbergi I: Parket á gólfi, fataskápur svalir sem vísa út í bakgarð.
Svefnherbergi II: Inngengt úr forstofu, parket á gólfi, og svalir.
Svefnherbergi III: Með stein á gólfi. Baðherbergi: Hefur verið endurnýjað, flísar frá Birgison á gólfi og vegg við baðkar, upphengt klósett
Þvottahús: Með innréttingu. Geymsla: Sérgeymsla í kjallara, hillupláss. Hjóla- og vagnageymsla: Sameiginleg í kjallara.
Þessu bætt við fyrir neðan hjóla- og vagnageymsla og hitt tekið út sem var þar undir áður.
Viðhald og viðgerðir að sögn seljanda
Skipt hefur verið um glugga og gler að hluta.
2022: Ný eldhúsinnrétting frá Ikea og tæki frá Samsung.
2022: Baðherbergi endurnýjað og stækkað, aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara bætt við. Flísar frá Birgisson.
2022: Allt neysluvatn og frárennsli í búðinni sett í nýjar lagnir.
2022: Ný gólfefni sett á alla íbúðina, parket frá Birgisson.
2024: Frárennsli í húsinu endurnýjað.
Stutt er í alla helstu þjónustu, matvöruverslanir, apótek, skóla, leikskóla o.fl.
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.