Lýsing
Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Stangarholt 5 - falleg og björt 3ja herbergja endaíbúð, á þriðju og efstu hæð, með stórum suðursvölum, gluggum á þrjá vegu og fallegu útsýni. Töluvert endurnýjuð eign á frábærum stað í göngufæri við miðborgina.
Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson fasteignasali, finnbogi@heimili.is
Lýsing eignar: Íbúðin skiptist í anddyri/hol, opið rými sem er stofa og borðstofa, eldhús, baðherbergi/þvottahús, hjónaherbergi og barnaherbergi. Á jarðhæð er sérgeymsla íbúðarinnar (er ekki inni í stærð íbúðar) og sameiginleg hjólageymsla.
Nánari lýsing: Komið er inn í anddyri/hol með parketi á gólfi og fatahengi. Stórt opið rými þar sem er borðstofa með parketi og falleg björt parketlögð stofa. Útgengt á stórar svalir í suður með fallegu útsýni, kermaik flísar eru á svalagólfinu. Eldhús með eldri innréttingu og flísum á gólfi, fallegt útsýni til norðurs úr borðkrók, uppþvottavél fylgir. Rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi og nýlegum fataskáp. Barnaherbergi með parketi og nýlegum fataskáp. Glæsilegt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, stór innrétting, stálbaðkar með sturtu og vel hönnuð þvottaaðstaða. Í sameign á jarðhæðinni er sameiginleg hjólageymsla og sérgeymsla íbúðarinnar sem er með hillum og glugga. Tengill er í geymslunni fyrir rafbíl til hæghleðslu. Geymsla íbúðarinnar á jarðhæð er ekki inn í fermetrastærð hennar, má því ætla að heildar fermetrar íbúðar sé nær 89 fm.
Helsta viðhald eignarinnar sl. ár.
2024: Þak á lágum skála/tengibyggingu viðgert hægra megin við inngang. Settir nýjir ofnar í stofunni.
2023: Nýr myndavéladyrasími. Skipt um vask og blöndunartæki í eldhúsi.
2021: Baðherbergi allt endurnýjað. Flísar frá Birgisson og Vídd, allur búnaður frá Tengi (utan handklæðaofnsins frá Húsasmiðjunni), innrétting frá IKEA. Sett upp ný vifta. Sett upp ný sérsniðin Zebra-gluggatjöld í stofunni.
2019: Íbúðin töluvert endurnýjuð að innan. Sett nýtt harðparket "QuickStep" frá Harðviðarval, hvíttuð eikaráferð og vatnsþolið. Settir nýjir fataskápar í bæði herbergin. Sett nýt lagnaefni (tenglar og rofar) fyrir rafmagn. Innrétting í eldhúsi yfirfarin og filmuð.
2016: Húsið málað að utan
Frábær staðsetning á rólegum stað við miðborgina. Örstutt niður á Hlemm og Laugarveginn, að Klambratúni, í Sundhöllina, úrval verslana, þjónustu og í almenningssamgöngur.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.