Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1966
112,3 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Rúmgóð og vel skipulögð 112,3 fm fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýli. Þvottahús innan íbúðar. Tvennar svalir. Húsið er klætt að utanverðu og skipt hefur verið um alla glugga og svalahurðir á íbúðinni.Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðin 105,1 fm og sérgeymsla í kjallara 7,2 fm. Samtals er eignin því skráð 112,3 fm.
Fyrirhugað fasteignamat 2025 er kr. 65.500.000
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax
Nánari lýsing:
Anddyri/hol með parket á gólfi og forstofuskáp. Rúmgóð stofa með parketi á gólfi, gluggum til vesturs og hurð út á vestursvalir. Eldhús með hvítri innréttingu, borðkrók og glugga. Inn af eldhúsinu er þvottahús með flísum á gólfi og glugga. Svefnherbergisgangur með parket á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, baðkari og glugga sem snýr inn í þvottahúsið. Hjónaherbergi með parket á gólfi, fataskáp og hurð út á austur svalir. Herbergi með parket á gólfi og fataskáp. Herbergi með parket á gólfi.
Í kjallara er sérgeymsla og sameiginleg hjólageymsla.
Árið 2017 var settur nýr þakdúkur á húsið. Búið að endurnýja glugga og svalahurðir. Skólp endurnýjað/fóðrað í sumar.
Nánari uppl.
Brynjar Þór Sumarliðason löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 896 1168 - brynjar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. apr. 2015
26.700.000 kr.
30.200.000 kr.
112.3 m²
268.923 kr.
28. maí. 2014
24.000.000 kr.
28.800.000 kr.
112.3 m²
256.456 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024