Lýsing
**Lækkað verð.**
Um er að ræða afar snyrtilegt og gott 175,2 fm parhús í Grafarvogi í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, 2 geymslur og bílskúr. Bílskúrinn er mjög rúmgóður, eða 36 fm. og er innangengt í hann.
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu sem er flísalögð með vönduðum flísum, fataskáp og skúffueiningu. Því næst er gengið inn í flísalagt hol. Tvö svefnherbergi eru á neðri hæðinni, bæði eru þau með parketi og fataskápum. Baðberbergið á neðri hæðinni er með sturtu, hvítri innréttingu og tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Stiginn upp á efri hæð hússins er með nýlegu harðviðarparketi og gleri. Stór gluggi er við stigaopið sem gerir stigann afar bjartan og glæsilegan.
Á efri hæðinni er eldhús þar sem hægt er að ganga beint út á svalir við húsið að framanverðu. Eldhúsið var endurnýjað fyrir nokkrum árum og var settur hiti í gólf og vandaðar gólfflísar. Rými er fyrir tvöfaldan ísskáp sem getur fylgt eigninni. Stórkostlegt útsýni er frá borðstofunni og eldhúsinu sem snýr að Esjunni.
Stofan er með nýlegu harðviðarparketi og er mjög falleg með gluggum sem vísa út í garð. Úr stofunni er gengið út á góða hellulagða baklóð sem nýtur mikillar veðursældar. Á efri hæð eru tvö önnur svefnherbergi ásamt baðherbergi með baðkari. Svefnherbergin eru parketlögð með viðarparketi og bæði með góðum fataskápum. Þá er geymsluloft sem er aðgengilegt frá stærra svefnherberginu.
Við austurgafl hússins er upplýstur pallur og á lóðinni er einangraður geymsluskúr með rafmagni og gott pláss sem rúmar ferðavagn/hjólhýsi.
Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Þakkanturinn var yfirfarinn og málaður nýlega, nýtt parket var sett á eignina og almennu viðhaldi vel sinnt.
Bílskúrinn er rúmgóður og inn af honum er geymslurými. Innkeyrslan er upphituð og þar rúmast 2-3 bílar.
Þetta er virkilega gott fjölskylduhús á þessum gróna og góða stað í Grafarvogi. Stutt er í alla þjónustu, sem og leikskóla og grunnskóla í rólegu og barnvænu umhverfi.
Nánari upplýsingar veita Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is eða Arnþór Jónsson, M.Sc. í alþjóðaviðskiptum, aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 663-3030 og netfanginu arnthor@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.