Lýsing
Miklaborg kynnir til sölu glæsilega íbúð í fjölbýlishúsi byggt 2020 að Dugguvogi 8 í Vogabyggð. Um er að ræða 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í fallegu fjölbýlishúsi með sérmerktu stæði í bílakjallara. Eignin skipar 1 svefnherbergi, baðherbergi með þvottaastöðu, hol, eldhús, stofu með útgengi á 5,4 fm svalir. Eigninni fylgir rúmgóð geymsla í kjallara 12,2 fm að stærð. Vogabyggð er hverfi í uppbyggingu þar sem eldra iðnaðarhverfi víkur fyrir nútímalegri byggð fjölbýlishúsa.
Bókið skoðun hjá Gabriel Mána Hallssyni löggiltum fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Forstofa með fallegum skápum til lofts í dökkum viðarlit og harðparketi á gólfi.
Eldhús með hvítri innréttingu með dökkum efri skápum. Í innræettingu eru tæki og búnaður frá Electolux, keramik helluborð, blástursofn, innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Stofan er björt og opin inn í eldhús. Harðparket á gólfi. Gengið er út á skjólgóðar svalir sem snúa til vesturs.
Svefnherbergið er með stórum hvítum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergið er með innréttingu undir og við handlaug, sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni og flísum á gólfi og veggjum að hluta.
Þvottaaðstaða er inn á baðherbergi.
Sérgeymsla er í kjallara, alls 12,2 fermetrar.
Sér bílastæði merkt E18 í bílakjallara.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.
Hér er um að ræða skjólsæla perlu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við hafið og náttúruna. Hjóla- og göngustígar liggja rétt hjá meðfram ströndinni sem og upp í Elliðaárdal. Einnig er Laugardalurinn innan seilingar.
Allar nánari upplýsingar veitir Gabriel Máni Hallsson löggiltur fateignasali í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is