Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Styrmir Bjartur Karlsson
Vista
svg

145

svg

137  Skoðendur

svg

Skráð  16. des. 2024

fjölbýlishús

Snorrabraut 56b

105 Reykjavík

74.900.000 kr.

841.573 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2008562

Fasteignamat

72.100.000 kr.

Brunabótamat

48.800.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1992
svg
89 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta

Lýsing

*** EIGNIN ER SÝND Í EINKASKOÐUN - BÓKIÐ SKOÐUN ***

CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu bjarta og vel skipulagða 89 fm íbúð á fjórðu hæð í góðu fjölbýli við Snorrabraut. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð þar á meðal eldhús og baðherbergi. Þetta er vel staðsett íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem Sundhöll Reykjavíkur er í göngufæri, stutt í menningu og mannlíf. Í húsinu er húsvörður og er rekstur húsfélags hjá Eignaumsjón. Allar eignir í húsinu er aðeins ætlaðar 55 ára og eldri. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða thorbirna@croisette.is

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT STRAX.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-D.


Nánari lýsing:
Forstofa: Opin forstofa með geymslu. Harðparket á gólfi.
Eldhús: Hvítlökkuð eldhús innrétting með tvöföldum ofni, innbyggðri þvotta´vel, stórum stálvask, gegnheilli viðarborðplötu, innbyggðum ísskáp og góðu skápaplássi. Harðparket á gólfi.
Stofa: Góð og björt stofa þar sem útgengt er á austursvalir. 
Stærra herbergi: Rúmgott herbergi með harðparket á gólfi. Hefur verið notað sem sjónvarpsherbergi.
Minna herbergi: Harðparket á gólfi og góðir skápar.
Baðherbergi: Sturtuklefi, upphengt salerni, lítil innrétting, tengi fyrir þvottavél, flísar á veggjum, dúkur á gólfi.

Á síðustu árum hefur eignin verið mikið endurnýjuð:
Nýtt harðparket á allri íbúðinni, nema baðherbergi og gólflistar frá Birgisson
Ný eldhúsinnrétting og tæki 
Nýtt baðherbergi, blöndunartæki frá Tengi og sturtuklefi og klósett frá Ísleifi Jónssyni
Nýjar hurðir
Ný brunavarnarhurð fram á gang
Nýir rafmagnstenglar og rofar
Nýir fataskápar í svefnherbergi o.fl. 

Nánari upplýsingar veita: 
Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is 
Þorbirna Mýrdal, löggiltur fasteignasali í s. 888-1644 eða thorbirna@croisette.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
5. apr. 2017
38.050.000 kr.
46.000.000 kr.
89 m²
516.854 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík