Lýsing
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir rúmgóða og bjarta íbúð á eftirsóttum stað í Breiðholti.
Gengið er inn í forstofu með fataskáp. Stofan er rúmgóð og björt ásamt því að vera parketlögð, er gengið út á yfirbyggðar svalir. Svefnherbergin þrjú eru öll rúmgóð með parket á gólfi. Baðherbergi er flísulagt með baðkari. Eldhús er snyrtilegt með góðri innréttingu. Í íbúðinni er þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Sérgeymsla á jarðhæð fylgir eigninni.
Í sameign er hjóla og vagnageymsla.
Nánari upplýsingar í síma 454-0000 og Kaupstaður.is
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.