Lýsing
Nánari upplýsingar gefur Halldór Freyr, Löggiltur fasteignasali, S:693-2916, halldor@fastgardur.is
Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi og forstofuskápum. Tvö svefnherbergi og eru skápar í hjónaherbergi. Björt og rúmgóð stofa með útgengt út á góðar yfirbyggðar svalir sem nýtast allt árið. Flísalagt baðherbergi þar sem er baðkar með sturtuaðstöðu ásamt góðri innréttingu, aðstaða fyrir þvottavél er inn á baðherbergi. Rúmgott eldhús með góðri viðarinnréttingu, borðkrók, tengi fyrir uppþvottavél og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu.
Í sameign er geymsla (sem er ekki skráð í fm eignarinnar), þurrkherbergi ásamt þvottaherbergi, en í þvottaherbergi er þurrkari í eigu húsfélagsins sem íbúar hafa sameiginlegan aðgang að. Innangegnt er í hjólageymslu að utan sem og í sorpgeymsla.
Bílskúr er með heitu og köldu vatni ásamt rafmagni og rafdrifnum bílskúrshurðaopnara.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður