Lýsing
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir rúmgóða 3ja herbergja 86,6 fm íbúð í rótgrónu umhverfi á Vallarbraut 9, 300 Akranesi stutt í Grundaskóla, leikskóla og íþróttasvæði.
Stofa: Rúmgóð stofa, gengið út á svalir, parket á gólfi.
Eldhús: Eldri innrétting endurnýjuð að hluta borðplata, helluborð, vifta, vaskur og blöndunartæki endurnýjað 2023, parket á gólfi,
Svefnherbergi númer 1: Fataskápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi númer 2: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Sturtuklefi, handklæðaofn, flísar á gólfi.
Þvottahús: Inn í íbúðinni, með vaski og skápaplássi.
Geymsla: Rúmgóð séreignar geymsla í kjallara sem er ekki inn í fm tölunni
Sameign: Forstofa með flísum. Stigahús með teppi á gólfum. Hjólageymsla, máluð gólf.
FyrirvararÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.