Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sævar Þór Jónsson
Vista
fjölbýlishús

Skúlagata 40

101 Reykjavík

69.000.000 kr.

833.333 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2003502

Fasteignamat

67.600.000 kr.

Brunabótamat

41.210.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1990
svg
82,8 m²
svg
2 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Hjólastólaaðgengi
svg
Lyfta
svg
Laus strax

Lýsing

Fasteignasala Sævars Þórs kynnir bjarta og vel skipulagða tveggja herbergja 82,8 fm íbúð á 6. hæð í fjölbýlishúsi við Skúlagötu 40 á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur. Eignin skiptist í opið rými sem nýtist sem stofa og borðstofa, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu auk sérbílastæðis í bílastæðakjallara. Eingöngu fyrir 60 ára og eldri, sem eru félagar í Félagi eldri borgara.
 
Nánari lýsing
Um bjarta og fallega íbúð er að ræða á þessum eftirsótta stað í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er tveggja herbergja og er fyrir 60 ára og eldri.
 
Komið er inn í forstofu með rúmgóðum fataskáp. Úr forstofu er gengið inn í bjart opið rúmi sem nýtist sem bæði stofa og borðstofa. Úr anddyri er einnig gengið inn í sérstaka geymslu. Í geymslu er tengi fyrir þvottavél og nægt rými til bæði geymslu og þvottavélaaðstöðu. Úr opna rýminu er gengið inn í svefnherbergið, sem er rúmgott og með stórum fataskáp. Úr opna rýminu er einnig gengið inn í eldhúsið sem er opið og bjart og með góðu útsýni. Í eldhúsinu er ljós innrétting sem er vel með farin og smekkleg. Baðherbergið er rúmgott  með ljósleitri baðinnréttingu og sturtu. Öll íbúðin er parketlögð með ljósu parketi nema baðherbergi og geymslurými íbúðar en þar er dúkalagt gólf. Íbúð er öll björt og rúmgóð.
 
Sameignin hefur verið mikið endurnýjuð og vel við haldið. Nýlega var skipt um gler í sameigninni og settir upp nýir dyrasímar. Í sameign er aðgengi að sameiginlegum veislusal sem íbúar get leigt fyrir sérstök tilefni. Þá fylgi íbúðinni sérstæði í bílakjallara þar sem einnig er að finna sameiginlega þvottaaðstöðu og dekkjageymslu. Í sameign er jafnframt aðgengi að sameiginlegri saunu með heitum potti.
 
Í húsinu er notast við dropakerfi til að opna rými í sameign. Þá er allt aðengi hannað með þarfir þeirra í huga sem eiga erfitt með að fara um  fótgangandi.

img
Sævar Þór Jónsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignasala Sævars Þórs
Skipholti 50C, 105 Reykjavík
Fasteignasala Sævars Þórs

Fasteignasala Sævars Þórs

Skipholti 50C, 105 Reykjavík
img

Sævar Þór Jónsson

Skipholti 50C, 105 Reykjavík
Fasteignasala Sævars Þórs

Fasteignasala Sævars Þórs

Skipholti 50C, 105 Reykjavík

Sævar Þór Jónsson

Skipholti 50C, 105 Reykjavík