Lýsing
Nánari lýsing á eignar: Komið er inn í forstofu með fataskápum. Á vinstri hönd við inngang eru tvö svefnherbergi, mjög góður fataskápur í öðru herberginu. Flísalagt baðherbergi með sturtu og upphengdu salerni. Frá baðherbergi er unnt að ganga út á timburpallinn þar sem er heitur pottur og útisturta. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með útgangi út á timburpall. Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu með hvítri innréttingu og eldunareyju. Yfir hluta af bústaðnum er svefnloft sem er að sögn seljanda um 30-40 fm að gólffleti, gluggi í norðurendanum.
Nánari lýsing gestahúss: Gestahúsið stendur sér með sérinngangi og er það um 18 fm og skiptist það í opið rými með parketi á gólfi og innaf rýminu er snyrting með upphengdu salerni og handklæðaofni.
Sumarhúsafélag er meðal nágranna og telur það um ca 50 manns og greitt í það um kr. 30.000 á ári.
Frábær kostur fyrir stórfjölskylduna að eignast afdrep í sveitinni. Tvö svefnherbergi í aðalhúsinu og eitt í gestahúsinu. Fallegt hús á frábærlega staðsettri 5.400 fm eignarlóð í Biskupstungum með frábæru útsýni. Stutt er í ýmsa þjónustu í Reykholti, s.s. verslun, sundlaug og matsölustaður. Golfvöllurinn á Flúðum er í næsta nágrenni svo og Skálholt og vinsælir ferðamannastaðir á Suðurlandi t.a.m Gullfoss og Geysir og gullni hringurinn.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat